Biskup Íslands hefur skipað Odd Bjarna Þorkelsson guðfræðing í embætti prests í Dalvíkurprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. júlí 2014. Sjö sóttu um embætti sóknarprests í prestakallinu.
Oddur Bjarni er einn meðlima hljómsveitarinnar Ljótu hálfvitanna, sem er vinsæl hljómsveit með níu meðlimi innanborðs.