Útlendingar borga meira fyrir innanlandsflug Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2014 13:38 Skjáskot af íslenskuhluta vefsíðunnar. Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sláandi munur er á verðlagningu hjá flugfélaginu Erni eftir því hvort Íslendingar eða enskumælandi viðskiptavinir eiga í hlut en í mörgum tilfellum hleypur verðmunurinn á tugum prósenta. RÚV sagði fyrst frá. Flugfélagið heldur úti tveimur útgáfum af vefsíðu sinni, annarri á íslensku og hinni á ensku og hleypur verðmunurinn á milli útgáfnanna oft á tugum prósenta. Þeim sem panta á íslensku síðunni bjóðast einnig nettilboð og eiga því kost á talsvert ódýrara flugi, en það býðst ekki á ensku síðunni. Vísir ákvað að kanna málið og keypti miða fyrir einn fullorðinn á Höfn í Hornafirði og miða aftur til Reykjavíkur fjórum dögum síðar. Þegar miðarnir voru keyptir á íslenska hluta síðunnar kostuðu þeir 41.800 krónur en þegar tungumáli vefsetursins var snarað yfir á ensku höfðu þeir hækkað í 367 evrur, eða 56.800 krónur. Munurinn er rúm 35 prósent. „Í sjálfu sér er þetta ekki með ráðum gert,“ segir Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis í samtali við Vísi. „Málið er það að verð í erlendum gjaldmiðli hafa ekki breyst síðan fyrir hrun, það er í einhver sjö ár eða svo. Það var þegar dollarinn var í kringum 60 krónur og evran kostaði um 80. Verðin hjá okkur í evrum talið hafa því líklega lækkað ef eitthvað er,“ segir Hörður. Hörður segir að honum þyki þó ekki óeðlilegt í sjálfu sér að erlendir ferðamenn greiði hærra verð en íslenskir farþegar fyrir flug innanlands. Ríkið vilji halda uppi almenningssamgöngum á minni áfangastaði og niðurgreiðir ferðir fyrir íbúa landsbyggðarinnar svo að þeir geti sótt sér vörur og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstyrkurinn sé greiddur úr vasa skattgreiðenda og því sjái hann ekki ástæðu til að skattfé landsmanna sé notað í að niðurgreiða fargjöld fyrir erlenda aðila. Hann bætir við að erlendir ferðamenn kaupi „sárasjaldan“ flugmiða beint af Erni, flestir þeirra hafa keypt svokölluð pakkatilboð af ferðaskrifstofum sem flugfélagið hefur gert samning við. „Við vitum hvaða verð við erum að bjóða ferðaskrifstofunum en í raun ekki hugmynd um hvað þær eru að græða á ferðamönnunum.“ „Ég tel enga mismunun vera í okkar dæmi hvað varðar verðleggingar til útlendinga enda er þeim frjálst að kaupa sér miða í gegnum íslenska hluta síðunnar eða hringja í söluverið okkar.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira