Fótbolti

Fyrsta tapið hjá Söru og Þóru - Kristianstad vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Arnþór
FC Rosengård tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í dag þegar liðið lá á útivelli á móti Linköping. Annað Íslendingalið, Kristianstad, komst hinsvegar aftur á sigurbraut eftir sigur á botnliðinu.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir spiluðu allan leikinn fyrir  FC Rosengård sem tapaði 2-0 á útivelli á móti Linköpings FC. Rosengård var búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Bæði mörk Linköping komu á sex mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins og skömmu eftir seinna markið fékk Sara Björk gult spjald.

Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad til 2-0 sigurs á AIK FF á útivelli. Sif Atladóttir og Elísa Viðarsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu, Elísa spilaði allan leikinn en Sif fór útaf á 84. mínútu. Mia Carlsson  (22. mínúta) og Linnea Liljegärd (63. mínúta) skoruðu mörk Kristianstad í leiknum.

Kristianstad var búið að tapa tveimur leikjum í röð en komst nú aftur á sigurbraut. AIK FF liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum og situr í botnsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×