Gunnar Nelson var afslappaður að venju en viðtalið var tekið í gegnum Skype og hann bara heima í stofu.
„Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að slást við LaFlare. Hann er öflugur mótherji, kraftmikill glímumaður og stór strákur sem hefur aldrei tapað. Það er mjög spennandi að fá að mæta honum," sagði Gunnar Nelson.
Ryan LaFlare er ósigraður Bandaríkjamaður sem hefur unnið alla fjóra UFC-bardaga sína. Gunnar Nelson hefur unnið alla þrjá UFC-bardaga sína.
„Eins og alltaf mun ég finna leið til að vinna hvort sem það er á gólfinu eða standandi. Ryan er mjög góður að blanda þessu tvennu saman og hann hefur mikla reynslu sem gefur honum tækifæri til að stjórna því hvar bardaginn fer fram. Ég verð ánægður með að berjast við hann hvort sem er," segir Gunnar Nelson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.