Sveifla utan áhrifavalds stjórnmála Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. maí 2014 00:01 Afkoma borgarinnar er góð, hvort heldur sem horft er til A- eða B- hluta samstæðunnar. Fréttablaðið/GVA Afkoma Reykjavíkurborgar getur sveiflast mjög milli ára af ástæðum sem eru utan áhrifavalds stjórnmálanna. Þannig vega lífeyrisskuldbindingar þungt í afkomubata borgarsjóðs (A-hluta reikninganna) umfram áætlanir á síðasta ári. Afkoma samstæðu Reykjavíkurborgar (bæði A-hluta og B-hlutans þar sem eru fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki að meirihluta í eigu borgarinnar) verður hins vegar að teljast nokkuð góð, með afgang upp á um 8,4 milljarða króna. Þarna er um að ræða 11,1 milljarðs króna sveiflu frá árinu áður þegar afkoman var neikvæð um 2,7 milljarða króna. Þá er niðurstaðan 711 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.Birgir Björn SigurjónssonSé einvörðungu horft til rekstrarniðurstöðu A-hluta var afkoman jákvæð um 3.008 milljónir króna á meðan áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 304 milljónir. Þá er niðurtaðan 3.051 milljón króna betri en árið 2012. Þarna skiptir töluverðu máli upphæð gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga upp á 159 milljónir króna, en fjárhagsáætlun borgarinnar gerði ráð fyrir að hún yrði 2.600 milljónir króna. „Oftar en ekki hefur þetta verið á hinn veginn, að við höfum verið yfir áætlun,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. Skuldbindingarnar ráðist hins vegar af tveimur þáttum. Annars vegar sé það hvort lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna hækki, en þær eru beintengdar við laun eftirmanna og fylgi því kjarasamningum. „Og á síðasta ári voru engir kjarasamningar og því ekkert að gerast á þeim vettvangi.“ Hins vegar séu skuldbindingarnar tengdar ávöxtun eignasafnsins sem er að baki. „Og stór hluti af eignasafninu eru skuldabréf sem fengust við sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Þessi bréf hafa þannig ávöxtunarskilmála að þeir eru beintengdir við ávöxtunarkröfu á tilteknum degi á Íbúðalánasjóðsskuldabréfaflokki sem er kallaður HFF34.“ Birgir Björn segir að í fyrra hafi ekki verið gert ráð fyrir því að ávöxtunarkrafan færi neitt upp, frekar en árið þar á undan. „En ávöxtunarkrafan rauk upp á síðustu mánuðum ársins og það svo mjög að eignirnar jukust með þeim hætti að þessi áætlaða gjaldfærsla var 2,4 milljörðum of rúm.“ Birgir Björn segir viðbúið að þróun lífeyrisskuldbindinga verði öndverð á þessu ári, enda hafi áhrif kjarasamningar, auk þess ávöxtunarkrafa eignanna gæti sigið á ný. „Og þannig ástand var nú reyndar bara 2011, annars vegar kostnaðarsamir kjarasamningar og snarlækkandi ávöxtunarkrafa sem gerði það að verkum að við lentum í gjaldfærslu upp á 4,4 milljarða ef ég man rétt.“ Þetta segir Birgir Björn ekki atriði sem stjórnmálamenn eða stjórnendur hjá borginni ráði miklu um, en hafi gífurlega áhrif engu að síður. „Árin 2008 og 2009 voru til dæmis engir kjarasamningar og ávöxtunarkrafan hlaupandi upp allan skalan og þá vorum við neikvæða gjaldfærlu á lífeyrisskuldbindingum þannig að það átti heilmikinn þátt í jákvæðri afkomu þeirra ára,“ bendir hann á. Einn sá þátta sem hafði áhrif til bættrar stöðu B-hluta samstæðunnar var svo breytt reikningsskilaaðferð Félagsbústaða, sem hækkaði eigið fé samstæðunnar um 18,1 milljarða króna. Þessi breyting segir Birgir Björn að hafi þannig áhrif á samstæðuniðurstöðuna að hún batnaði um 1,9 milljarða króna. Séu áhrif lífeyrisskuldbindingar og endurmats eigna Félagsbústaða tekin saman er hlutur þeirra 4,3 milljarðar króna í 8,4 milljarða króna afgangi samstæðunnar. Mismunurinn er 4,1 milljarður. Í tilkynningu borgarinnar um afkomuna er niðurstaða reikninganna sögð sýna að rekstur samstæðunnar sé að styrkjast, auk þess sem fjárhagslegur styrkur A-hluta borgarsjóðs sé mikill hvort sem litið sé til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Langtímaskuldir samstæðu Reykjavíkur lækkuðu um 29,2 milljarða króna milli 2012 og 2013 og stóðu í 231,5 milljörðum króna í lok síðasta árs..A og B hluti?Til A-hluta reksturs Reykjavíkurborgar telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Þar á meðal eru Bílastæðasjóður, Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir, Orkuveitan, Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Sorpa og Strætó. Fréttaskýringar Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Afkoma Reykjavíkurborgar getur sveiflast mjög milli ára af ástæðum sem eru utan áhrifavalds stjórnmálanna. Þannig vega lífeyrisskuldbindingar þungt í afkomubata borgarsjóðs (A-hluta reikninganna) umfram áætlanir á síðasta ári. Afkoma samstæðu Reykjavíkurborgar (bæði A-hluta og B-hlutans þar sem eru fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki að meirihluta í eigu borgarinnar) verður hins vegar að teljast nokkuð góð, með afgang upp á um 8,4 milljarða króna. Þarna er um að ræða 11,1 milljarðs króna sveiflu frá árinu áður þegar afkoman var neikvæð um 2,7 milljarða króna. Þá er niðurstaðan 711 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.Birgir Björn SigurjónssonSé einvörðungu horft til rekstrarniðurstöðu A-hluta var afkoman jákvæð um 3.008 milljónir króna á meðan áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 304 milljónir. Þá er niðurtaðan 3.051 milljón króna betri en árið 2012. Þarna skiptir töluverðu máli upphæð gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga upp á 159 milljónir króna, en fjárhagsáætlun borgarinnar gerði ráð fyrir að hún yrði 2.600 milljónir króna. „Oftar en ekki hefur þetta verið á hinn veginn, að við höfum verið yfir áætlun,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. Skuldbindingarnar ráðist hins vegar af tveimur þáttum. Annars vegar sé það hvort lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna hækki, en þær eru beintengdar við laun eftirmanna og fylgi því kjarasamningum. „Og á síðasta ári voru engir kjarasamningar og því ekkert að gerast á þeim vettvangi.“ Hins vegar séu skuldbindingarnar tengdar ávöxtun eignasafnsins sem er að baki. „Og stór hluti af eignasafninu eru skuldabréf sem fengust við sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Þessi bréf hafa þannig ávöxtunarskilmála að þeir eru beintengdir við ávöxtunarkröfu á tilteknum degi á Íbúðalánasjóðsskuldabréfaflokki sem er kallaður HFF34.“ Birgir Björn segir að í fyrra hafi ekki verið gert ráð fyrir því að ávöxtunarkrafan færi neitt upp, frekar en árið þar á undan. „En ávöxtunarkrafan rauk upp á síðustu mánuðum ársins og það svo mjög að eignirnar jukust með þeim hætti að þessi áætlaða gjaldfærsla var 2,4 milljörðum of rúm.“ Birgir Björn segir viðbúið að þróun lífeyrisskuldbindinga verði öndverð á þessu ári, enda hafi áhrif kjarasamningar, auk þess ávöxtunarkrafa eignanna gæti sigið á ný. „Og þannig ástand var nú reyndar bara 2011, annars vegar kostnaðarsamir kjarasamningar og snarlækkandi ávöxtunarkrafa sem gerði það að verkum að við lentum í gjaldfærslu upp á 4,4 milljarða ef ég man rétt.“ Þetta segir Birgir Björn ekki atriði sem stjórnmálamenn eða stjórnendur hjá borginni ráði miklu um, en hafi gífurlega áhrif engu að síður. „Árin 2008 og 2009 voru til dæmis engir kjarasamningar og ávöxtunarkrafan hlaupandi upp allan skalan og þá vorum við neikvæða gjaldfærlu á lífeyrisskuldbindingum þannig að það átti heilmikinn þátt í jákvæðri afkomu þeirra ára,“ bendir hann á. Einn sá þátta sem hafði áhrif til bættrar stöðu B-hluta samstæðunnar var svo breytt reikningsskilaaðferð Félagsbústaða, sem hækkaði eigið fé samstæðunnar um 18,1 milljarða króna. Þessi breyting segir Birgir Björn að hafi þannig áhrif á samstæðuniðurstöðuna að hún batnaði um 1,9 milljarða króna. Séu áhrif lífeyrisskuldbindingar og endurmats eigna Félagsbústaða tekin saman er hlutur þeirra 4,3 milljarðar króna í 8,4 milljarða króna afgangi samstæðunnar. Mismunurinn er 4,1 milljarður. Í tilkynningu borgarinnar um afkomuna er niðurstaða reikninganna sögð sýna að rekstur samstæðunnar sé að styrkjast, auk þess sem fjárhagslegur styrkur A-hluta borgarsjóðs sé mikill hvort sem litið sé til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Langtímaskuldir samstæðu Reykjavíkur lækkuðu um 29,2 milljarða króna milli 2012 og 2013 og stóðu í 231,5 milljörðum króna í lok síðasta árs..A og B hluti?Til A-hluta reksturs Reykjavíkurborgar telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Þar á meðal eru Bílastæðasjóður, Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir, Orkuveitan, Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Sorpa og Strætó.
Fréttaskýringar Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira