Viðskipti innlent

Milestone-menn fyrir dóm

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá þingfestingu málsins í september 2013.
Frá þingfestingu málsins í september 2013. vísir
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Allir sakborningar hafa þegar lýst sig saklausa. 

Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirihluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólafson, fyrrverandi forstjóri Milestone, og þrír endurskoðendur hjá KMPG.

Málið snýst um greiðslur sem runnu út úr fjárfestingafélaginu Milestone til Ingunnar Wernersdóttur árin 2006 og 2007. Sérstakur saksóknari telur að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða á þessu tímabili og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone.

Greiðslurnar bárust henni mánaðarlega á löngu tímabili á grundvelli samkomulags um að hún léti af hendi öll bréf sem hún átti í félaginu. Ingunn er ekki ákærð í málinu þrátt fyrir að hafa notið ávinnings af meintum brotum. Sérstakur saksóknari metur það sem svo að hún hafi ekki verið í formlegri aðstöðu til að skuldbinda Milestone.

Sem fyrr segir hefst aðalmeðferð á morgun og mun hún að öllum líkindum standa yfir í fjóra daga.


Tengdar fréttir

Vitnakvaðning gefin út vegna Karls Wernerssonar

Karl Wernersson, sem var stærsti eigandi Milestone, mætti ekki í Héraðsdóm Reykjavíkur til að bera vitni í Vafningsmálinu þótt gert hafi verið ráð fyrir honum á vitnalista. Símon Sigvaldason dómari upplýsti því fyrir réttinum núna eftir hádegi að vitnakvaðning hafi verið gefin út. Hann mun því mæta í réttinn á fimmtudag.

Karl var upptekinn á þriðjudag

Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi Milestone mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun sem vitni í Vafningsmáli sérstaks saksóknara gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni.

Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu

Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG.

Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið

Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til að kaupa hlutabréf í Glitni, svo að bankinn gæti gert upp framvirkan samning við Gnúp, sem Birkir átti 28% í. Lárus Welding segist ekki hafa komið nálægt lánveitingunni.

Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni

Wernersbræður og Guðmundur Ólason létu Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur 600 milljónir þegar Milestone lenti í erfiðleikum. Allar arðgreiðslur úr Milestone runnu til bræðranna þótt þeir hafi ekkert fé lagt til kaupannaá hlut Ingunnar.

Kæran setti lífið úr skorðum

Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi.

Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður

Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum.

Lárus segist ekki hafa ákveðið lánin til Milestone

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, segir að ákvarðanir um lánveitingar til Milestone hafi verið teknar að sér fjarstöddum. Þetta sagði hann í skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þegar Vafningsmálið hófst í morgun.

Hrunið gerði ekki öll lán ólögleg

"Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga,“ sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir.

Skiptastjóri Milestone í mál við saksóknara

Sérstakur saksóknari neitar að afhenda skiptastjóra Milestone öll rannsóknargögn sem tengjast fyrirtækinu. Skiptastjórinn telur að þau geti nýst honum í málaferlum gegn Wernersbörnum og öðrum. Hann hefur því stefnt saksóknara fyrir dóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×