Jason Bohn í forystu á El Camaleon 16. nóvember 2014 11:53 Jason Bohn er í góðri stöðu í Mexíkó. AP Aðstæður til þess að spila golf voru mjög erfiðar á hinum glæsilega El Camaleon velli í Mexíkó í gær en mikill vindur og rigning gerði kylfingum á OHL Classic mótinu erfitt fyrir. Bandaríkjamaðurinn Jason Bohn höndlaði veðrið best allra en hann hefur aðeins fegið tvo skolla í öllu mótinu og leiðir á 15 höggum undir pari. Landi hans Shawn Stefani kemur fast á eftir á 14 höggum undir pari en Alex Cejka og Charley Hoffman deila þriðja sætinu á 12 höggum undir.Fred Funk sem er aldursforseti mótsins á smá von fyrir lokahringinn um að verða sá elsti í sögunni sem sigrar í móti á PGA-mótaröðinni en hann er einn í níunda sæti á tíu höggum undir pari. Hann þarf að eiga gríðarlega góðan lokahring til að eiga möguleika en frammistaða þessa 58 ára kylfings hingað til í mótinu hefur vakið verðskuldaða athygli.Michael Putnam sem var í forystu eftir tvo hringi spilaði sig út úr toppbaráttunni á þriðja hring en hann höndlaði veðrið og pressuna mjög illa og kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aðstæður til þess að spila golf voru mjög erfiðar á hinum glæsilega El Camaleon velli í Mexíkó í gær en mikill vindur og rigning gerði kylfingum á OHL Classic mótinu erfitt fyrir. Bandaríkjamaðurinn Jason Bohn höndlaði veðrið best allra en hann hefur aðeins fegið tvo skolla í öllu mótinu og leiðir á 15 höggum undir pari. Landi hans Shawn Stefani kemur fast á eftir á 14 höggum undir pari en Alex Cejka og Charley Hoffman deila þriðja sætinu á 12 höggum undir.Fred Funk sem er aldursforseti mótsins á smá von fyrir lokahringinn um að verða sá elsti í sögunni sem sigrar í móti á PGA-mótaröðinni en hann er einn í níunda sæti á tíu höggum undir pari. Hann þarf að eiga gríðarlega góðan lokahring til að eiga möguleika en frammistaða þessa 58 ára kylfings hingað til í mótinu hefur vakið verðskuldaða athygli.Michael Putnam sem var í forystu eftir tvo hringi spilaði sig út úr toppbaráttunni á þriðja hring en hann höndlaði veðrið og pressuna mjög illa og kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira