Enski boltinn

Rooney vill bera fyrirliðabandið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Wayne Rooney vill ólmur bera fyrirliðabandið hjá Manchester United, en Louis van Gaal, nýr stjóri United, hefur ekki ákveðið hver mun bera bandið.

Nemanja Vidic gekk í raðir Inter Milan í sumar og þarf því van Gaal að finna arftaka hans. Robin van Persie er talinn líklegur og Darren Fletcher var fyrirliði í æfingarleik gegn Los Angeles Galaxy í vikunni.

„Auðvitað vil ég vera fyrirliði en þetta er ákvörðun þjálfarans. Ég held að hann vilji vinna aðeins með leikmönnunum og ákveða svo hver verður fyrirliði."

„Hann var aldrei að fara koma hérna og velja strax fyrirliða. Hann mun fara yfir hópinn núna og ákveða sig innan fárra vika," sagði Rooney sem vill ólmur vinna Englandsmeistaratitilinn á ný.

„Við getum unnið titilinn. Síðasta tímabil var lélegt, við vitum það, en við erum ákveðnir í að gera betur. Við verðum að trúa að við getum unnið titilinn," sagði Rooney og hrósaði van Gaal í hástert.

„Louis van Gaal hefur verið frábær. Þetta hafa ekki verið margir dagar sem ég hef unnið með honum, en hann er þæginlegur og æfingar hans eru góðar. Hann er mjög hreinskilin á æfingum; ef þú ert ekki að gera vel lætur hann þig vita, en ef þú ert að spila vel þá hrósar hann þér," sagði enski landsliðsmaðurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×