Enski boltinn

Lallana frá í allt að sex vikur

Vísir/Getty
Adam Lallana, miðjumaðurinn knái, sem gekk í raðir Liverpool í sumar frá Southampton missir líklega af byrjun tímabilsins vegna hnémeiðsla.

Lallana átti að leika sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudag gegn Olympiakos, en liðin mætast í Bandaríkjunum á laugardag. Það verður þó ekkert úr því vegna meiðsla Lallana.

„Lallana varð fyrir hnjaski á æfingu hjá Liverpool í Boston. Meiðsli hans hafa verið skoðuð og þarf hann ekki að fara í aðgerð," segir í yfirlýsingu á heimasíðu Liverpool.

„Erfitt er að segja hvenær Lallana snýr aftur, en hann getur verið í allt að sex vikur frá."

Lallana fór á kostum í liði Southamton og var í liði ársins hjá enska knattspyrnusambandinu. Hann var verðlaunaður með landsliðssæti hjá Englandi á HM þar sem hann spilaði þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×