Persónunjósnir sjálfstæðismanna í Kópavogi Hjálmar Hjálmarsson skrifar 14. maí 2014 00:00 Það er sjálfsagður og lýðræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í stjórnmálum. Rétturinn til að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga er varinn með margvíslegum hætti. Þær hindranir sem frambjóðendur þurfa að yfirstíga eru ekki miklar. Í Kópavogi þurfa framboð að afla sér að lágmarki 80 undirskrifta frá kjósendum sem gefa þar með framboðinu tækifæri til að nýta sér þennan dýrmæta lýðræðisrétt sinn; að taka þátt í stjórn bæjarfélagsins. Þessari undirskrift fylgja engar kvaðir að nokkru leyti. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjördag er enn sem komið er leynileg, sem betur fer. Engu að síður eru fjölmargir sem vilja ekki tengjast stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt. Sjá þá sem gamaldags, spillta og vinna fyrst og fremst að sérhagsmunum fárra í stað þess að hugsa um hag samfélagsins. Undanfarna daga hafa frambjóðendur Næstbestaflokksins í Kópavogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til framboðs. Við hétum þessu fólki trúnaði, að þessar upplýsingar kæmu hvergi fram nema hjá kjörstjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuldbinding fælist í undirskriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbestaflokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópavogi, en ekki fyrir fáa útvalda.Fyrirgreiðslupólitík Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Bragi Michaelsson, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýringin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auðvitað firra. Stjórnmálaflokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúrulegar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu mennirnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjarins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsingar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktakinn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbestaflokkinn til framboðs í kosningunum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópavogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokknum né Braga Michaelssyni nokkurn skapaðan hlut við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagður og lýðræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í stjórnmálum. Rétturinn til að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga er varinn með margvíslegum hætti. Þær hindranir sem frambjóðendur þurfa að yfirstíga eru ekki miklar. Í Kópavogi þurfa framboð að afla sér að lágmarki 80 undirskrifta frá kjósendum sem gefa þar með framboðinu tækifæri til að nýta sér þennan dýrmæta lýðræðisrétt sinn; að taka þátt í stjórn bæjarfélagsins. Þessari undirskrift fylgja engar kvaðir að nokkru leyti. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjördag er enn sem komið er leynileg, sem betur fer. Engu að síður eru fjölmargir sem vilja ekki tengjast stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt. Sjá þá sem gamaldags, spillta og vinna fyrst og fremst að sérhagsmunum fárra í stað þess að hugsa um hag samfélagsins. Undanfarna daga hafa frambjóðendur Næstbestaflokksins í Kópavogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til framboðs. Við hétum þessu fólki trúnaði, að þessar upplýsingar kæmu hvergi fram nema hjá kjörstjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuldbinding fælist í undirskriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbestaflokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópavogi, en ekki fyrir fáa útvalda.Fyrirgreiðslupólitík Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Bragi Michaelsson, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýringin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auðvitað firra. Stjórnmálaflokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúrulegar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu mennirnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjarins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því alfarið að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsingar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktakinn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbestaflokkinn til framboðs í kosningunum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópavogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokknum né Braga Michaelssyni nokkurn skapaðan hlut við.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun