Vilja að hvalaskoðun hafi forgang á Faxaflóa Svavar Hávarðsson skrifar 14. maí 2014 08:41 Allir sem einn vilja stækka griðasvæði hvala og segja að verkfærið til þess sé þrýstingur og samtal við kollegana í landsmálunum. Fréttablaðið/GVA Stækka ber griðasvæði hvala á Faxaflóa til að byggja undir hvalaskoðun sem þungamiðju í ferðaþjónustu í Reykjavík, er skoðun oddvita allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgaryfirvöld geta beitt þrýstingi til að ná því markmiði fram. Þetta kom meðal annars fram á stefnumóti um framtíð hvalaskoðunar og ferðaþjónustu við Reykjavíkurhöfn sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir í Hörpu í gær með oddvitum flokkanna. Grímur Sæmundsen, formaður SAF, sagði blikur á lofti vegna árekstra hvalaskoðunar og hrefnuveiða á Faxaflóa. Veiðarnar þrengdu verulega að greininni og til þess að ferðaþjónusta blómstraði við Reykjavíkurhöfn yrði að færa út griðasvæði hvala. Hann bað um aðstoð oddvitanna í þeirri baráttu. Grímur sagði jafnframt að hvalaskoðun hefur á rúmum tveimur áratugum vaxið upp í að verða stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Á hverju ári starfa meira en 200 manns við greinina og skilar hún rúmum 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. „Hvalaskoðun hefur jafnframt leitt af sér frekari umsvif og uppbyggingu þar sem hún er stunduð. Reykjavíkurhöfn er nú orðinn einn líflegasti og mest spennandi staður borgarinnar með öllum þeim gestum sem þangað koma. Það er því ljóst að hagsmunir borgarsamfélagsins og hvalskoðunar fara saman,“ sagði Grímur. Til að gera langa sögu stutta ríkir þverpólitísk sátt um forgang hvalaskoðunar umfram hvalveiðar á Faxaflóa. Lítils háttar áherslumunur er á milli framboðanna en það var haft á orði á fundinum að svo eintóna væru oddvitarnir í málinu að það hefði drepið fundinn; í raun segði þetta sig sjálft. Þeirri spurningu var varpað fram hvernig borgaryfirvöld gætu beitt sér í málinu, þar sem valdið hvíldi hjá Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra. Oddvitar núverandi meirihluta, þeir Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, urðu til svars og minntu á að borgaryfirvöld hefðu reynt með afgerandi hætti að þrýsta á ráðherra í fyrrasumar þegar Sigurður Ingi ákvað að fella úr gildi ákvörðun forvera síns, Steingríms J. Sigfússonar, um stærra griðasvæði hvala og færði það til fyrra og núverandi horfs. Hér vísa Dagur og S. Björn til þess að borgarráð Reykjavíkur óskaði þá eftir rökstuðningi ráðuneytisins vegna ákvörðunar um að minnka griðasvæðið á Faxaflóa. Kom jafnframt fram að borgaryfirvöld þurftu í þrígang að kalla eftir viðbrögðum ráðuneytisins og uppskáru fyrir rest að upphafleg fréttatilkynning um ákvörðunina var send borgarráði. Á fundinum komu talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi. Það má sjá hér fyrir neðan: Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00 Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Stækka ber griðasvæði hvala á Faxaflóa til að byggja undir hvalaskoðun sem þungamiðju í ferðaþjónustu í Reykjavík, er skoðun oddvita allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgaryfirvöld geta beitt þrýstingi til að ná því markmiði fram. Þetta kom meðal annars fram á stefnumóti um framtíð hvalaskoðunar og ferðaþjónustu við Reykjavíkurhöfn sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir í Hörpu í gær með oddvitum flokkanna. Grímur Sæmundsen, formaður SAF, sagði blikur á lofti vegna árekstra hvalaskoðunar og hrefnuveiða á Faxaflóa. Veiðarnar þrengdu verulega að greininni og til þess að ferðaþjónusta blómstraði við Reykjavíkurhöfn yrði að færa út griðasvæði hvala. Hann bað um aðstoð oddvitanna í þeirri baráttu. Grímur sagði jafnframt að hvalaskoðun hefur á rúmum tveimur áratugum vaxið upp í að verða stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Á hverju ári starfa meira en 200 manns við greinina og skilar hún rúmum 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. „Hvalaskoðun hefur jafnframt leitt af sér frekari umsvif og uppbyggingu þar sem hún er stunduð. Reykjavíkurhöfn er nú orðinn einn líflegasti og mest spennandi staður borgarinnar með öllum þeim gestum sem þangað koma. Það er því ljóst að hagsmunir borgarsamfélagsins og hvalskoðunar fara saman,“ sagði Grímur. Til að gera langa sögu stutta ríkir þverpólitísk sátt um forgang hvalaskoðunar umfram hvalveiðar á Faxaflóa. Lítils háttar áherslumunur er á milli framboðanna en það var haft á orði á fundinum að svo eintóna væru oddvitarnir í málinu að það hefði drepið fundinn; í raun segði þetta sig sjálft. Þeirri spurningu var varpað fram hvernig borgaryfirvöld gætu beitt sér í málinu, þar sem valdið hvíldi hjá Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra. Oddvitar núverandi meirihluta, þeir Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, urðu til svars og minntu á að borgaryfirvöld hefðu reynt með afgerandi hætti að þrýsta á ráðherra í fyrrasumar þegar Sigurður Ingi ákvað að fella úr gildi ákvörðun forvera síns, Steingríms J. Sigfússonar, um stærra griðasvæði hvala og færði það til fyrra og núverandi horfs. Hér vísa Dagur og S. Björn til þess að borgarráð Reykjavíkur óskaði þá eftir rökstuðningi ráðuneytisins vegna ákvörðunar um að minnka griðasvæðið á Faxaflóa. Kom jafnframt fram að borgaryfirvöld þurftu í þrígang að kalla eftir viðbrögðum ráðuneytisins og uppskáru fyrir rest að upphafleg fréttatilkynning um ákvörðunina var send borgarráði. Á fundinum komu talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi. Það má sjá hér fyrir neðan:
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00 Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00
Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00