

Bandarískar björgunarsveitir hafa staðfest að brakið sem fannst fyrr í dag hafi ekki tengst týndu malasísku farþegaþotunni á neinn hátt.
Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag.
Týnda Boeing-farþegaflugvélin í Malasíu breytti um stefnu. Samkvæmt ratsjá var hún komin hundruð kílómetra frá því svæði sem síðast var vitað um ferðir hennar. Ekkert er vitað um ástæðuna fyrir þessari dularfullu stefnubreytingu vélarinnar.
Starfsmaður á olíuborpalli í Víetnam sendi bréf þar sem fram kemur að hann hafi séð flugvélina frá Malaysia Airlines hrapa.
Um áttatíu flugvélar og skip leita þotunnar á Suður-Kínahafi, Malaccasundi og víðar. Að minnsta kosti tólf lönd taka þátt í leitinni.
Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.
Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.