Innlent

Segir einsýnt að engin frelsissvipting hafi átt sér stað

Jóhannes Stefánsson skrifar
Stefán Logi Sívarsson (í miðjunni) ásamt lögmanni sínum.
Stefán Logi Sívarsson (í miðjunni) ásamt lögmanni sínum. vísir/gva
Verjandi Stefáns Loga Sívarssonar, Vilhjálmur Vilhjálmsson, segir einsýnt af framburðum vitna, ákærðu og brotaþola sjálfs að Stefán hafi ekki gerst sekur um frelsissviptingu, enda hafi brotaþoli aldrei verið sviptur því.

Verjandinn segir það augljóst af framburði brotaþola sjálfs að hann hafi verið frjáls ferða sinna. Hann hafi meðal annars farið til vinar síns og sofnað á meðan hinni meintu frelsissviptingu stóð.

„Og hvernig lauk frelsissviptingunni? Jú, hann [brotaþolinn, innsk. blm.] gekk út úr íbúðinni," segir Vilhjálmur. Hann bætir við: „Og hvernig brást hann við þegar lögreglan kom á svæðið? hann hljóp í felur."

Verjandinn vakti einnig máls á því að brotaþolinn sé óreglumaður og sú bjarta mynd sem að réttargæslumaður hans hafi reynt að draga upp af honum í málflutningi sínum sé ekki sönn. „Sá verjandi sem að hér talar hefur lengi þekkt til brotaþola," bætir hann við.


Tengdar fréttir

Stokkseyrarmálið: Fórnarlambið sveipað plasti

Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hélt áfram í dag. Faðir Stefáns Loga Sívarssonar bar vitni sem og húsráðandi á Stokkseyri. Þá var spiluð skýrslutaka af vitni sem lést áður en aðalmeðferðin hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×