Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2014 11:44 Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. Einar Magnús Einarsson Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og formaður Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi, er með þeim fyrstu á Íslandi til að benda opinberlega á þær ógöngur sem stríðið við fíkniefni; einkum stríðið við neytendur, var komið í. Margan rak í rogastans enda um virðulegan skólastjóra að ræða og hugleiddu fæstir aðra möguleika í baráttu gegn fíkniefnavá en refsihyggju og þeir sárafáu sem nefndu möguleika á lögleiðingu menn sem hefðu það eitt á dagskrá að geta sjálfir reykt sem mest hass.Sögulegt stórslys Þegar Pétur er spurður hversu lengi hann hafi staðið í þeirri baráttu að vilja stuðla að viðhorfsbreytingu í þá átt að afglæpavæða fíkniefnaneyslu, telur hann nauðsynlegt að árétta að neysla ólöglegra efna sé ekki bönnuð! „Lög nr. 65/1974 banna innflutning, útflutning, sölu, kaup, skipti, afhendingu, móttöku, framleiðslu, tilbúning og vörslu efna, en ekki neysluna sem slíka. Það þarf ekki að afglæpa neysluna, hún er lögleg. Engu að síður skráir lögreglan vörslu og neyslu í afbrotabókhaldið og heggur með því nærri lögmætisreglu íslensks réttarfars. Ég kýs því að umorða spurninguna með þetta í huga og svara því hvenær ég áttaði mig á því að stríðið gegn fíkniefnum er sögulegt stórslys sem ljúka verður svo skjótt sem unnt er. Hvenær ég gerðist talsmaður þess að setja upp skynsamlegt regluverk um markað með öll ólögleg vímuefni í stað haldlausra og háskalegra bannlaga.“mynd/timarit.isSú hjartans einfeldni og hroki Ekki er um annað að ræða en láta það eftir viðmælandanum: „Það vill svo til að ég get tímasett það býsna nákvæmlega. Það gerðist þegar fulltrúar Íslands án eiturlyfja 2002 dúkkuðu upp í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins, snemma árs 1997, og boðuðu það fagnaðarerindi að til landsins hefði snjóað sænskum spámönnum sem ætluðu að hjálpa okkur við að útrýma eiturlyfjum innan fimm ára. Mér blöskraði svo hrokinn, gikkshátturinn og sú hjartans einfeldni sem ég sat undir að ég stökk í tölvuna og leitaði mér upplýsinga um þennan einkennilega sértrúarflokk, ECAD, sem hertekið hafði borgarstjórn Reykjavíkur og ríkisstjórn Íslands og hrist alla dómgreind úr vænsta fólki. Um kvöldið var ég orðinn lögvæðingarsinni og hef æ síðan orðið sannfærðari og sannfærðari um nauðsyn þess að skipta algjörlega um sjónarhorn í þessum málaflokki.“Trúarlegt ofstæki ræður för Það var á þessum degi, fyrir tæpum sautján árum, sem Pétur gerði sér grein fyrir þeirri hugmyndafræðilegu gjá sem opnast hafði í Evrópu í skugga HIV og AIDS. „Í annarri fylkingunni voru þeir sem vildu bregðast við þeirri ógn sem vofði yfir sprautunotendum í stórborgum álfunnar með aðgerðum til að lágmarka heilsutjón og dauðsföll meðal fíkniefnaneytenda. Fólk sem gerði sér grein fyrir því að fíkniefnaneysla verður ekki upprætt og höfðu kjark til þess að boða umburðarlyndi og skaðaminnkun. Í hinni fylkingunni var fólk sem nálgaðist vandamálið með nánast trúarlegu ofstæki og hafnaði öllum aðgerðum sem ekki miðuðu að útrýmingu fíkniefna. Fólk sem taldi útdeilingu hreinna nála til heróínnotenda, viðhaldsmeðferð og örugg afdrep fyrir neytendur lögleiðingu í dularklæðum. Mér féll allur ketill í eld þegar ég sá að sænsku ráðgjafarnir okkar tilheyrðu öfgafyllsta armi útskúfunar- og refsihyggju í Evrópu. Að grillufangarar sem hlegið var að um allan heim voru orðnir nær alráðir í íslenskri fíkniefnapólitík. Að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorsteinn Pálsson voru gengin þessu hyski á hönd. Frá þessum degi hef ég beitt mér eftir megni fyrir breyttri stefnu í fíknivörnum og gegn útskúfunar- og refsihyggju.“ Að þessu sögðu er ekki úr vegi að spyrja Pétur hvort hann merki einhverja viðhorfsbreytingu, það er frá því að hann fór að láta þessi mál til sín taka?Mjakast í rétta átt „Já og nei. Ef litið er á heiminn í heild hefur vissulega eitt og annað gerst sem miðar í rétta átt. Þar ber hæst að aðferðir skaðaminnkunar hafa víða náð fótfestu og eru nú viðurkenndar „best practice“ af WHO. Hér á landi braut Reykjavíkurdeild Rauða krossins ísinn og hóf nálaskipta- og heilbrigðisþjónustu á götum borgarinnar 2009 og bjargaði því sem bjargað varð í vaxandi HIV faraldri. SÁÁ hefur veitt ópíatanotendum viðhaldsmeðferð frá aldamótum. Íslenskir stjórnmálamenn eru að mestu hættir að misnota fíkniefni sér til framdráttar í kosningum og þingmenn Hreyfingarinnar beittu sér fyrir breyttri stefnu á síðasta þingi. Allt eru þetta skref í rétta átt. Ég er einnig sannfærður um að almenningsálitið á Íslandi sé að breytast; að æ fleiri geri sér ljóst að bannhyggjumódelið hefur gengið sér til húðar og valdið gríðarlegum skaða. Krafan um breytingar gerist æ háværari og hún á enn eftir að styrkjast.“Sean Azzirati, uppgjafahermaður úr Íraksstríðinu, varð fyrsti einstaklingurinn til að kaupa gras löglega í Colorado þann 1. janúar síðastliðinn.vísir/afpÞá segir Pétur nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum og rómönsku Ameríku sýna einnig að dagar bannhyggjunnar eru senn taldir. „Víða í Evrópu eru jákvæðir hlutir að gerast. Ástandið í Rússlandi og Austur-Asíu er hins vegar skelfilegt og ekki mikilla breytinga að vænta þar á næstunni. Þess má til gamans geta að sænski sértrúarflokkurinn sem reið húsum á Íslandi 1994 – 2002 gerðist mjög handgenginn Vladimir Putin og hans hyski þegar hann hafði lokið sér af á Íslandi og hafði mikil áhrif á mótun rússnesku harðlínunnar.“Auðvelt að ana út í fen En, hvað er til ráða? Hvað vill Pétur að gert verði og bindur hann vonir við að íslensk stjórnvöld muni gera eitthvað í þessu (tapaða) stríði? „Það er gömul saga og ný að það er auðvelt að ana út í fenin en erfitt að krafla sig til baka. Afnám bannhyggjunnar mun ekki gerast í einu skrefi. Hið endanlega markmið er samt alveg skýrt – að öll ólögleg vímuefni verði hrifsuð úr klóm þess glæpahyskis sem ógæfuleg stjórnvöld hafa veitt einkaleyfi á sölu þeirra áratugum saman,“ segir Pétur og skefur ekki af því. „Ég tel að við ættum að taka okkur hollenska módelið til fyrirmyndar, svo langt sem það nær. Réttarfarsreglur á Íslandi og í Hollandi eiga margt sameiginlegt sem auðveldar okkur að fylgja þeirra fordæmi. Ég nefni þar sérstaklega svigrúmsregluna og að í hvorugu ríkjanna gilda reglur um skyldusaksókn vegna allra brota. Hvort tveggja einfaldar þau skref sem ég nefni hér á eftir.“vísir/stefánÓlögleg efni brot vandans Fyrsta skrefið ætti að vera að afglæpa neysluskammta af öllum ólöglegum efnum og virða sjálfsákvörðunarrétt fullveðja borgara til að nota þau vímuefni sem þeim sýnist, að mati Péturs. „Þetta kann að hljóma óskaplega, en er ekki róttækari hugmynd en að leyfa borgurum að ráða hvort þeir kjósa að drekka brennivín, bjór eða toddý. Reykja vindla, taka í nefið eða brúka sígarettur. Áfengi og tóbak eru hættulegustu lyf sem völ er á hérlendis, auk læknislyfja. Ólöglegu efnin eru einungis örlítið brot af vandanum. Samhliða afglæpun neysluskammta þarf að hætta að hundelta svokallaða fíkniefnaneytendur og leggja af markviss og skipulögð brot ríkisvaldsins á mannréttindum þeirra. Hætta ber að skrá vörslubrot í sakaskrá og afmá slíkar færslur frá fyrri árum. Það nær engri átt að leggja líf og framtíðarhorfur ungs fólks í rúst með skráningu í sakaskrá.“ Pétur segir það mega heita sérkenni íslenska fíkniefnaheimsins að þar er allt í einum graut. Kannabis, amfetamín og læknislyf eru seld í sömu búðinni. „Sveiflur í framboði á einu efni leiða til aukinnar notkunar á öðrum efnum og yfirleitt fara menn úr öskunni í eldinn. Það hafa verið færð sterk rök að þeirri kenningu að „hvítu bylgjurnar“ á Íslandi hafi fylgt í kjölfar skorts á kannabisefnum. Það bendir líka sitthvað til þess að uppgangur Ritalíns í hópi sprautufólks tengist stórum haldlagningum á amfetamíni. Offorsi toll- og löggæslu kunna að hafa fylgt ófyrirséðar hliðarverkanir sem gerðu ástandið verra en ella. Hollendingar sáu þessa hættu fyrir og ákváðu 1976 að kljúfa sundur markaðinn; að setja kíkinn fyrir blinda augað og leyfa smásölu kannabisefna í þar til gerðum kaffihúsum, samkvæmt ströngu regluverki. Þessi aðferð Hollendinga hefur gefist vel í öllum meginatriðum; kannabisneyslan er engu meiri en í nágrannaríkjunum og fæstir kannabisnotendur sækja í erfiðari efni.“Frá Úrugvæ.vísir/afpÍslendingar ættu að framleiða kannabis Pétur telur að Íslendingar ættu að fylgja fordæmi Hollendinga og heimila og skattleggja sölu kannabisefna, gagngert til að forðast krossmengun við önnur og erfiðari efni, þar með talið áfengi. „Hvort sú sala á að fara fram á kaffihúsum eins og í Hollandi eða í apótekum er matsatriði. En ég tel að við eigum að ganga lengra og framleiða allt það gras sem markaðurinn þarf í gróðurhúsum undir eftirliti ríkisins. Þar getum við til dæmis fylgt fordæmi Úrugvæ. Með því að hafa stjórn á framleiðslunni er unnt að bjóða uppá mismunandi tegundir kannabisefna, á sama hátt og hollenska ríkið gerir varðandi kannabis til lækninga.“ Enginn veit hversu mikil veltan er á kannabismarkaðinum á Íslandi, að sögn Péturs; en þær tölur sem nefndar hafa verið eru gríðarlega háar og veltan skiptir örugglega milljörðum króna. „Framleiðslukostnaður er hins vegar ekki mikill, ámóta og á tómötum, og þess vegna má ætla að unnt væri að afla verulegra skatttekna með þeirri aðferð sem ég hef lýst. Þær tekjur ættu að renna óskiptar til að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir í geðheilbrigðismálum barna og unglinga. Sparnaður í refsivörslukerfinu ætti einnig að renna óskiptur til verkefna í þágu ungs fólks. Það mætti gera kraftaverk með fjórum til fimm milljörðum sem nú renna skattfrjálst í vasa glæpamanna.“Krefst breytinga Pétur er hóflega bjartsýnn á að menn snúi af þeirri braut sem mörkuð var fyrir margt löngu – og þar kemur ýmislegt til. Við eigum hins vegar ekkert val, og því fyrr sem menn sjá að sér, þeim mun betra. Þetta er dauðans alvara. „Geri ég mér vonir um að núverandi stjórnvöld muni gera eitthvað í þessa veru? Nei – en ég krefst þess að þau geri það og skora á alla Íslendinga að styðja kröfur um algjör sinnaskipti í fíknivörnum. Það er eina leiðin til að sigrast á útskúfunar- og refsihyggjunni. Ræðið málin á vinnustað og í stórafmælum, tjáið ykkur á athugasemdakerfum fjölmiðla, skrifið í blöðin, bloggið. Látið í ykkur heyra. Ef ekkert gerist mun ástandið einungis versna og mannfallið aukast.“ Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og formaður Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi, er með þeim fyrstu á Íslandi til að benda opinberlega á þær ógöngur sem stríðið við fíkniefni; einkum stríðið við neytendur, var komið í. Margan rak í rogastans enda um virðulegan skólastjóra að ræða og hugleiddu fæstir aðra möguleika í baráttu gegn fíkniefnavá en refsihyggju og þeir sárafáu sem nefndu möguleika á lögleiðingu menn sem hefðu það eitt á dagskrá að geta sjálfir reykt sem mest hass.Sögulegt stórslys Þegar Pétur er spurður hversu lengi hann hafi staðið í þeirri baráttu að vilja stuðla að viðhorfsbreytingu í þá átt að afglæpavæða fíkniefnaneyslu, telur hann nauðsynlegt að árétta að neysla ólöglegra efna sé ekki bönnuð! „Lög nr. 65/1974 banna innflutning, útflutning, sölu, kaup, skipti, afhendingu, móttöku, framleiðslu, tilbúning og vörslu efna, en ekki neysluna sem slíka. Það þarf ekki að afglæpa neysluna, hún er lögleg. Engu að síður skráir lögreglan vörslu og neyslu í afbrotabókhaldið og heggur með því nærri lögmætisreglu íslensks réttarfars. Ég kýs því að umorða spurninguna með þetta í huga og svara því hvenær ég áttaði mig á því að stríðið gegn fíkniefnum er sögulegt stórslys sem ljúka verður svo skjótt sem unnt er. Hvenær ég gerðist talsmaður þess að setja upp skynsamlegt regluverk um markað með öll ólögleg vímuefni í stað haldlausra og háskalegra bannlaga.“mynd/timarit.isSú hjartans einfeldni og hroki Ekki er um annað að ræða en láta það eftir viðmælandanum: „Það vill svo til að ég get tímasett það býsna nákvæmlega. Það gerðist þegar fulltrúar Íslands án eiturlyfja 2002 dúkkuðu upp í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins, snemma árs 1997, og boðuðu það fagnaðarerindi að til landsins hefði snjóað sænskum spámönnum sem ætluðu að hjálpa okkur við að útrýma eiturlyfjum innan fimm ára. Mér blöskraði svo hrokinn, gikkshátturinn og sú hjartans einfeldni sem ég sat undir að ég stökk í tölvuna og leitaði mér upplýsinga um þennan einkennilega sértrúarflokk, ECAD, sem hertekið hafði borgarstjórn Reykjavíkur og ríkisstjórn Íslands og hrist alla dómgreind úr vænsta fólki. Um kvöldið var ég orðinn lögvæðingarsinni og hef æ síðan orðið sannfærðari og sannfærðari um nauðsyn þess að skipta algjörlega um sjónarhorn í þessum málaflokki.“Trúarlegt ofstæki ræður för Það var á þessum degi, fyrir tæpum sautján árum, sem Pétur gerði sér grein fyrir þeirri hugmyndafræðilegu gjá sem opnast hafði í Evrópu í skugga HIV og AIDS. „Í annarri fylkingunni voru þeir sem vildu bregðast við þeirri ógn sem vofði yfir sprautunotendum í stórborgum álfunnar með aðgerðum til að lágmarka heilsutjón og dauðsföll meðal fíkniefnaneytenda. Fólk sem gerði sér grein fyrir því að fíkniefnaneysla verður ekki upprætt og höfðu kjark til þess að boða umburðarlyndi og skaðaminnkun. Í hinni fylkingunni var fólk sem nálgaðist vandamálið með nánast trúarlegu ofstæki og hafnaði öllum aðgerðum sem ekki miðuðu að útrýmingu fíkniefna. Fólk sem taldi útdeilingu hreinna nála til heróínnotenda, viðhaldsmeðferð og örugg afdrep fyrir neytendur lögleiðingu í dularklæðum. Mér féll allur ketill í eld þegar ég sá að sænsku ráðgjafarnir okkar tilheyrðu öfgafyllsta armi útskúfunar- og refsihyggju í Evrópu. Að grillufangarar sem hlegið var að um allan heim voru orðnir nær alráðir í íslenskri fíkniefnapólitík. Að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorsteinn Pálsson voru gengin þessu hyski á hönd. Frá þessum degi hef ég beitt mér eftir megni fyrir breyttri stefnu í fíknivörnum og gegn útskúfunar- og refsihyggju.“ Að þessu sögðu er ekki úr vegi að spyrja Pétur hvort hann merki einhverja viðhorfsbreytingu, það er frá því að hann fór að láta þessi mál til sín taka?Mjakast í rétta átt „Já og nei. Ef litið er á heiminn í heild hefur vissulega eitt og annað gerst sem miðar í rétta átt. Þar ber hæst að aðferðir skaðaminnkunar hafa víða náð fótfestu og eru nú viðurkenndar „best practice“ af WHO. Hér á landi braut Reykjavíkurdeild Rauða krossins ísinn og hóf nálaskipta- og heilbrigðisþjónustu á götum borgarinnar 2009 og bjargaði því sem bjargað varð í vaxandi HIV faraldri. SÁÁ hefur veitt ópíatanotendum viðhaldsmeðferð frá aldamótum. Íslenskir stjórnmálamenn eru að mestu hættir að misnota fíkniefni sér til framdráttar í kosningum og þingmenn Hreyfingarinnar beittu sér fyrir breyttri stefnu á síðasta þingi. Allt eru þetta skref í rétta átt. Ég er einnig sannfærður um að almenningsálitið á Íslandi sé að breytast; að æ fleiri geri sér ljóst að bannhyggjumódelið hefur gengið sér til húðar og valdið gríðarlegum skaða. Krafan um breytingar gerist æ háværari og hún á enn eftir að styrkjast.“Sean Azzirati, uppgjafahermaður úr Íraksstríðinu, varð fyrsti einstaklingurinn til að kaupa gras löglega í Colorado þann 1. janúar síðastliðinn.vísir/afpÞá segir Pétur nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum og rómönsku Ameríku sýna einnig að dagar bannhyggjunnar eru senn taldir. „Víða í Evrópu eru jákvæðir hlutir að gerast. Ástandið í Rússlandi og Austur-Asíu er hins vegar skelfilegt og ekki mikilla breytinga að vænta þar á næstunni. Þess má til gamans geta að sænski sértrúarflokkurinn sem reið húsum á Íslandi 1994 – 2002 gerðist mjög handgenginn Vladimir Putin og hans hyski þegar hann hafði lokið sér af á Íslandi og hafði mikil áhrif á mótun rússnesku harðlínunnar.“Auðvelt að ana út í fen En, hvað er til ráða? Hvað vill Pétur að gert verði og bindur hann vonir við að íslensk stjórnvöld muni gera eitthvað í þessu (tapaða) stríði? „Það er gömul saga og ný að það er auðvelt að ana út í fenin en erfitt að krafla sig til baka. Afnám bannhyggjunnar mun ekki gerast í einu skrefi. Hið endanlega markmið er samt alveg skýrt – að öll ólögleg vímuefni verði hrifsuð úr klóm þess glæpahyskis sem ógæfuleg stjórnvöld hafa veitt einkaleyfi á sölu þeirra áratugum saman,“ segir Pétur og skefur ekki af því. „Ég tel að við ættum að taka okkur hollenska módelið til fyrirmyndar, svo langt sem það nær. Réttarfarsreglur á Íslandi og í Hollandi eiga margt sameiginlegt sem auðveldar okkur að fylgja þeirra fordæmi. Ég nefni þar sérstaklega svigrúmsregluna og að í hvorugu ríkjanna gilda reglur um skyldusaksókn vegna allra brota. Hvort tveggja einfaldar þau skref sem ég nefni hér á eftir.“vísir/stefánÓlögleg efni brot vandans Fyrsta skrefið ætti að vera að afglæpa neysluskammta af öllum ólöglegum efnum og virða sjálfsákvörðunarrétt fullveðja borgara til að nota þau vímuefni sem þeim sýnist, að mati Péturs. „Þetta kann að hljóma óskaplega, en er ekki róttækari hugmynd en að leyfa borgurum að ráða hvort þeir kjósa að drekka brennivín, bjór eða toddý. Reykja vindla, taka í nefið eða brúka sígarettur. Áfengi og tóbak eru hættulegustu lyf sem völ er á hérlendis, auk læknislyfja. Ólöglegu efnin eru einungis örlítið brot af vandanum. Samhliða afglæpun neysluskammta þarf að hætta að hundelta svokallaða fíkniefnaneytendur og leggja af markviss og skipulögð brot ríkisvaldsins á mannréttindum þeirra. Hætta ber að skrá vörslubrot í sakaskrá og afmá slíkar færslur frá fyrri árum. Það nær engri átt að leggja líf og framtíðarhorfur ungs fólks í rúst með skráningu í sakaskrá.“ Pétur segir það mega heita sérkenni íslenska fíkniefnaheimsins að þar er allt í einum graut. Kannabis, amfetamín og læknislyf eru seld í sömu búðinni. „Sveiflur í framboði á einu efni leiða til aukinnar notkunar á öðrum efnum og yfirleitt fara menn úr öskunni í eldinn. Það hafa verið færð sterk rök að þeirri kenningu að „hvítu bylgjurnar“ á Íslandi hafi fylgt í kjölfar skorts á kannabisefnum. Það bendir líka sitthvað til þess að uppgangur Ritalíns í hópi sprautufólks tengist stórum haldlagningum á amfetamíni. Offorsi toll- og löggæslu kunna að hafa fylgt ófyrirséðar hliðarverkanir sem gerðu ástandið verra en ella. Hollendingar sáu þessa hættu fyrir og ákváðu 1976 að kljúfa sundur markaðinn; að setja kíkinn fyrir blinda augað og leyfa smásölu kannabisefna í þar til gerðum kaffihúsum, samkvæmt ströngu regluverki. Þessi aðferð Hollendinga hefur gefist vel í öllum meginatriðum; kannabisneyslan er engu meiri en í nágrannaríkjunum og fæstir kannabisnotendur sækja í erfiðari efni.“Frá Úrugvæ.vísir/afpÍslendingar ættu að framleiða kannabis Pétur telur að Íslendingar ættu að fylgja fordæmi Hollendinga og heimila og skattleggja sölu kannabisefna, gagngert til að forðast krossmengun við önnur og erfiðari efni, þar með talið áfengi. „Hvort sú sala á að fara fram á kaffihúsum eins og í Hollandi eða í apótekum er matsatriði. En ég tel að við eigum að ganga lengra og framleiða allt það gras sem markaðurinn þarf í gróðurhúsum undir eftirliti ríkisins. Þar getum við til dæmis fylgt fordæmi Úrugvæ. Með því að hafa stjórn á framleiðslunni er unnt að bjóða uppá mismunandi tegundir kannabisefna, á sama hátt og hollenska ríkið gerir varðandi kannabis til lækninga.“ Enginn veit hversu mikil veltan er á kannabismarkaðinum á Íslandi, að sögn Péturs; en þær tölur sem nefndar hafa verið eru gríðarlega háar og veltan skiptir örugglega milljörðum króna. „Framleiðslukostnaður er hins vegar ekki mikill, ámóta og á tómötum, og þess vegna má ætla að unnt væri að afla verulegra skatttekna með þeirri aðferð sem ég hef lýst. Þær tekjur ættu að renna óskiptar til að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir í geðheilbrigðismálum barna og unglinga. Sparnaður í refsivörslukerfinu ætti einnig að renna óskiptur til verkefna í þágu ungs fólks. Það mætti gera kraftaverk með fjórum til fimm milljörðum sem nú renna skattfrjálst í vasa glæpamanna.“Krefst breytinga Pétur er hóflega bjartsýnn á að menn snúi af þeirri braut sem mörkuð var fyrir margt löngu – og þar kemur ýmislegt til. Við eigum hins vegar ekkert val, og því fyrr sem menn sjá að sér, þeim mun betra. Þetta er dauðans alvara. „Geri ég mér vonir um að núverandi stjórnvöld muni gera eitthvað í þessa veru? Nei – en ég krefst þess að þau geri það og skora á alla Íslendinga að styðja kröfur um algjör sinnaskipti í fíknivörnum. Það er eina leiðin til að sigrast á útskúfunar- og refsihyggjunni. Ræðið málin á vinnustað og í stórafmælum, tjáið ykkur á athugasemdakerfum fjölmiðla, skrifið í blöðin, bloggið. Látið í ykkur heyra. Ef ekkert gerist mun ástandið einungis versna og mannfallið aukast.“
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira