Innlent

Mikil ánægja með Áramótaskaupið

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Skaup ársins 2013 sló í gegn.
Skaup ársins 2013 sló í gegn. Mynd/RÚV
Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er ánægður með Áramótaskaup síðasta árs. Þetta kemur fram í könnunn MMR sem framkvæmd var á dögunum 9. – 15. Janúar. 81,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu fannst skaupið gott. Til viðmiðunar má benda á að einungis 33,2% þeirra sem tóku afstöðu í samskonar könnun í fyrra þótti það skaup ársins 2012 gott.

Aðeins 9% þeirra sem tóku afstöðu þótti skaupið slakt, samanborið við 48,1% svarenda í könnunni í fyrra.

Ungt fólk var ánægðara með skaupið en það eldra. 84,4% svarenda á aldurbilinu 18-29 ára þótti skaupið gott en 74,7% þeirra sem eru eldri en fimmtugir svöruðu á sama hátt. Skaupið var þó vinsælast hjá fólki á bilinu 30-49 ára, en 86,6% fólks sem tók afstöðu í könnunni líkaði skaupið.

Sé tekið mið af stjórnmálaskoðunum kemur í ljós að Sjálfstæðismönnum líkar verst við skaupið. 11,1% fannst skaupið slakt og 77,8% fannst það gott. Til samanburðar þóttu 8,57% þeirra sem styðja aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn skaupið slakt og 83,6% þótti það gott.

Alls svöruðu 981 einstaklingur og var úrtakið valið handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.

Í spilaranum hér fyrir neðan er lokalag skaupsins, Springum út, með Steinda Jr. og StopWaitGo. Lagið hefur notið mikilla vinsælda síðustu vikur og er nú í áttunda sæti Íslenska listans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×