Konur mega nú ganga í einn elsta og virtasta golfklúbb heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. september 2014 17:57 Átjánda flötin á St. Andrews er víðfræg. vísir/getty Skotar kjósa ekki bara um sjálfstæði sitt í dag heldur fór fram söguleg kosning á meðal meðlima The Royal and Ancient-golfklúbbsins sem á og rekur meðal annars hinn víðfræga St. Andrews-golfvöll. Kosið var um hvort konur mættu ganga í klúbbinn, en í 260 ára sögu hans hafa konur aldrei fengið inngöngu. Royal and Ancient-klúbburinn er einn sá elsti og frægasti í heimi, en opna breska meistaramótið fer regulega fram á St. Andrews-vellinum. Ríflega þriðjungur 2.400 meðlima klúbbsins kusu í dag og vildi yfirgnæfandi meirihluti þeirra taka konurnar inn. Af þeim ríflega 1.600 sem kusu sögðu 85 prósent já, en aðeins 15 prósent nei. „Þetta er merkilegur og jákvæður dagur í sögu klúbbsins. Hann hefur þjónað golfinu vel í 260 ár og ég er viss um að svo haldi áfram. Þetta gerum við fyrir framtíð íþróttarinar, bæði fyrir konur og karla,“ sagði framkvæmdastjóri The R&A, Peter Dawson, eftir kosninguna í dag. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Skotar kjósa ekki bara um sjálfstæði sitt í dag heldur fór fram söguleg kosning á meðal meðlima The Royal and Ancient-golfklúbbsins sem á og rekur meðal annars hinn víðfræga St. Andrews-golfvöll. Kosið var um hvort konur mættu ganga í klúbbinn, en í 260 ára sögu hans hafa konur aldrei fengið inngöngu. Royal and Ancient-klúbburinn er einn sá elsti og frægasti í heimi, en opna breska meistaramótið fer regulega fram á St. Andrews-vellinum. Ríflega þriðjungur 2.400 meðlima klúbbsins kusu í dag og vildi yfirgnæfandi meirihluti þeirra taka konurnar inn. Af þeim ríflega 1.600 sem kusu sögðu 85 prósent já, en aðeins 15 prósent nei. „Þetta er merkilegur og jákvæður dagur í sögu klúbbsins. Hann hefur þjónað golfinu vel í 260 ár og ég er viss um að svo haldi áfram. Þetta gerum við fyrir framtíð íþróttarinar, bæði fyrir konur og karla,“ sagði framkvæmdastjóri The R&A, Peter Dawson, eftir kosninguna í dag.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira