Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkur Bjarnþór Aðalsteinsson skrifar 30. september 2014 07:00 Hr. borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson. Á lægvísan og óheiðarlegan hátt fullyrðir þú, í Fréttablaðinu þann 26.09 s.l. að við sem mótmælt höfum fyrirhugaðri byggingu á lóð Austurbrúnar 6, séum á móti fötluðu fólki. Þetta svíður mig sérstaklega vegna þess að ég hef talið okkur skoðanabræður í pólitík og talið þig heiðarlegan stjórnmálamann. Þú veist vel um hvað mótmæli okkar snúast sem eru algjörlega óháð því til hvaða nota húsbyggingin á að vera. Hins vegar hefur á undanförnum mánuðum, síðan þú tókst við borgarstjóratitlinum, orðið ljóst að vilji íbúanna er lítils metinn og skipta þig litlu. Hér er mótmælabréf okkar í heild sinni og geta lesendur þá séð á hverju mótmæli okka byggja.Andmæli við breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, Reykjavík 14. júní 2014. Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. skipulag@reykjavik.is Samkvæmt bréfi yðar, dagsett 30.04. 2014, er fyrirliggjandi tillaga á breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.381, Laugarás, varðandi lóðina að Austurbrún 6, Reykjavík. Í breytingunni felst breyting á afmörkun núgildandi deiliskipulags og aukning á byggingarmagni á lóðinni nr. 6 við Austurbrún. Fyrirhugað er að byggja sex íbúða hús ætlað sem sambýli fyrir fatlaða. Með hliðsjón af staðsetningu fyrirhugaðrar byggingar, eru íbúar að Austurbrún, 8-10-12 og 14 alfarið andvígir henni og benda á eftirfarandi máli sínu til stuðnings. 1. Þegar íbúar ofanskráðra húsa byggðu eða keyptu hús sín, var talið útilokað að frekari byggingar yrðu reistar á þessu svæði enda sættu þessar úthlutanir á svo viðkvæmu svæði mótmælum. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030, á bls 260 í Skipulag Borgarhluta segir : ÍB24 Laugarás. Svæðið er fullbyggt og fastmótað. Elsti hluti hverfisins, næst Langholtsvegi, byggðist upp samkvæmt lauslegu gatnaskipulagi frá miðjum fimmta áratugnum. Skipulag fyrir byggðina í Laugarásnum var upphaflega samþykkt 1953 og reis byggðin á þessu svæði einkum á seinni hluta sjötta áratugarins og framan af hinum sjöunda. Um miðjan níunda áratuginn voru byggðar um 30 íbúðir í raðhúsum á Laugarásnum. Yfirbragð byggðarinnar er nokkuð fjölbreytt, bæði að húsagerð og byggingarstíl. Skipulagslög 123/2010. 2. Lóðin Austurbrún 6 er sögð íbúðarlóð og því óeðlilegt að byggja á lóðinni stofnun. 3. Nýtt deiliskipulag mun hafa í för með sér verulegar breytingar á því umhverfi sem skapað var með skipulagi á þessu svæði sem hefur ekki bara áhrif á Austurbrún 6-14 heldur alla heildarmyndina á hverfinu, sem byggt var á níunda áratugnum undir mjög ströngu skipulagi og með því loforði að ekki yrði um frekari byggð að ræða á svæðinu í framtíðinni. Því til viðbótar þrengir það mjög að og takmarkar útsýni frá framanskráðum húsum. 4. Við skipulagningu hins nýja hverfis í Austurbrún og Vesturbrún á níunda áratugum var, með vísun borgaryfirvalda til þess að um viðkvæmt svæði væri að ræða, fylgt mjög ströngum skilyrðum. Segja má að húsin á þessu svæði hafi nánast verið fullteiknuð frá hendi skipulagsins og svigrúm húsbyggenda og þeirra arkitekta sem teikuðu húsin ekkert þrátt fyrir að fljótlega hafi komið í ljós að skipulagið á þessum húsum hafi að mörgu leyti verið mein- gallað og nauðsynlegt að mati þeirra sem fengu úthlutað lóð á þessum stað að gera breytingar á því. Húsin eru því öll nánast eins enda öllum slíkum beiðnum hafnað á grundvelli þess að svæðið væri svo viðkvæmt að ekki mætt undir neinum kringumstæðum ganga lengra. Sem dæmi má nefna að skv. skilmálum kom fram að „steyptir fletir húsa skulu vera í ljósgráum lit, sem ákveða skal í samráði við skipulagshöfund“. Eftir það hefur nánast öllum jafnvel minni háttar breytingum á húsum umsvifalaust verið hafnað. Má þar sem dæmi nefna umsókn eiganda Austurbrúnar 10 um lítillega lengingu á bílskúr, sem samþykkt var af öllum íbúum hvefisins, var hafnað af borgaryfirvöldum á grundvelli ofangreindra raka. (Tilgreina nánar umsóknir og svör og skoða með tilliti til ofnagreinds texta) 5. Fyrirhugðar byggingar munu að öllum líkindum rýra verðgildi eigna okkar og munu íbúar framgreindara húsa leita réttar síns í þeim efnum verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika. 6. Nú þegar hefur verið staðsett stofnun í íbúðarhúsi, í Austurbrún 31, sem ekki var gert ráð fyrir þegar húsið var byggt. (Fríðuhús). Þessu fylgir að starfsfólk hefur lagt bílum sínum í gestastæði ætluðum íbúum Austurbrúnar 8-32. Viðbúið er í ljósi þess að nú þegar eru mikil bílastæðavandamál á lóðinni nr. 6 við Austurbrún að starfsfólk og gestir í sambýli muni nýta sér þegar fullnýtt gestastæði við Austurbrún 8-14. (Meðfylgjandi eru ljósmyndir sem sýna hvernig stæði við Austurbrún 6 eru þegar fullnýtt.) 7. Í húsinu Austurbrún 6 eru 71 íbúð en einungis 40 bílastæði, sem skv. breytingunni verður fækkað um tvö. Ekki er víst að hús þetta verði alltaf í eigu Reykjavíkurborgar og munu væntanlegir eigendur ekki sætta sig við núverandi fyrirkomulag og óska eftir frekari bílastæðum á lóðinni, sem þá er ekkert rými fyrir. 8. Í 64.3 gr. byggingareglugerðar segir: Á hverri lóð íbúðarhúss skulu vera a.m.k. 2 bílastæði fyrir hverja íbúð sem er stærri en 80m2 og a.m.k. eitt bílastæði fyrir íbúð undir 80m2. Ekki hefur verið farið eftir þessum ákvæðum, sem er mjög athyglisvert þar sem húsið er 100% í eigu Reykjavíkurborgar. 9. Núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar að Austurbrún 6 er 57% sem er yfir nýtingarhlutfalli lóða í nágrenninu. Frekari nýting á lóðinni er fordæmisgefandi. 10. Í uppdrætti af breyttu skipulagi sem sent var íbúum að Austurbrún 8-14 er óljóst gerð grein fyrir verkefninu undir liðnum „Samráð og samráðsaðilar“. Þar segir að verkefnið „sé samstarfsverkefni Félagsbústaða hf., sem eru eigendur og rekstraraðilar leiguíbúða í Austurbrún 6, og velferðasviðs Reykjavíkurborgar, sem rekur sambýli víða í borginni“. Samstarfið gangi út á það að Félagsbústaðir eigi og reki sambýlið en velferðarsviðið komi inn sem leigusali. Þá segir: „Samlegðaráhrif mun gæta með núverandi rekstri Austurbrúnar 6 og fyrirhuguð sambýli.“ Ekki er útskýrt frekar hvað átt er við með samlegðaráhrifum þar sem ekki er annað að sjá en að rekstraraðilar séu sitt hvor aðilinn með sitthvora starfsemina. Staðarval þessarar byggingar vekur því undrun þar sem eingin samlegðaráhrif eru sjáanleg við þá starfsemi sem fer fram í fjölbýlishúsinu að Austurbrún 6, enda ekki um þjónustuíbúðir að ræða. Nær væri að bæta við þau önnur sambýli sem rekin eru í borginni. Hagsmunaaðilar líta því svo á að hér sé eingöngu um að ræða tilbúana ástæðu fyrir borgaryfirvöld að byggja á. 11. Í bréfi með kynningu á fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi kemur fram að Félagsbústöðum hefur verið bent á að kynna þurfi erindið fyrir íbúum/leigjendum að Austurbrún 6 og einnig hengja uppdrátt upp í sameign. Ekkert er getið um andmælarétt, eða frekari kynningu og könnun á afstöðu íbúa hússins. Að Austurbrún 6 býr fjöldi aldraðra einstaklinga ásamt öðru fólki sem á við ýmis vandamál að stríða. Allir þessir einstaklingar eru upp á Reykjavíkurborg komnir og því í erfiðri aðstöðu að setja sig upp á móti fyrirhuguðum breytingum. Það er hins vegar augljóst að fyrirhuguð bygging mun valda verulegu ónæði og óþægindum fyrir þá þar sem bílastæðum mun fækka, lóð til útiveru mun stórlega skerðast auk þess sem annað ónæði mun af hljótast. Reykjavíkurborg er ekki með þessu aðgerðum að hugsa um hag þeirra íbúa sinna sem minnst mega sín. Augljóst er að ef um væri að ræða eignaríbúðir myndi ekki einn einasti íbúi samþykkja þessa breytingu. Borgin væri því með þessum framkvæmdum að brjóta jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Það væri þvi Reykjavíkurborg lítt til sóma að fara í aðgerðir sem augljóslega myndu aldrei heimilaðar undir öðru eignarhaldi. 12. Væntanleg húsbygging, sem sögð er vera 5,5 metrar á hæð. Það sætir nokkurri undrun að húsnæði sem á að vera á einni hæð skuli þurfa að rísa svo hátt enda er þakgerð ekki í neinu samræmi við þakgerð annarra nærliggjandi húsa. Bent skal á að þak fjöbúlishússins að Austurbrú 6 er nánast slétt þak. Með undirskrift okkar staðfestum við mótmæli okkar gegn fyrirhugaðri byggingu á lóð Austurbúnar 6, Reykjavík. Bjarnþór Aðalsteinsson Austurbrún 14, Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00 Sorglegt segir borgarstjóri um viðhorf nágranna til sambýlis í Austurbrún Borgarstjórinn í Reykjavík segir sorglegt ef íbúar í Vesturbrún og Austurbrún telji að verðmæti húsa þeirra lækki ef byggt verður hús fyrir fjölfatlaða á svæðinu. Einn íbúinn, Jóhann G. Jóhannsson, segir hins vegar að það sé bygging á þessum stað og skerðin á grænum svæðum sem mótmælt sé enn ekki starfsemin í húsinu. 26. september 2014 07:00 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Hr. borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson. Á lægvísan og óheiðarlegan hátt fullyrðir þú, í Fréttablaðinu þann 26.09 s.l. að við sem mótmælt höfum fyrirhugaðri byggingu á lóð Austurbrúnar 6, séum á móti fötluðu fólki. Þetta svíður mig sérstaklega vegna þess að ég hef talið okkur skoðanabræður í pólitík og talið þig heiðarlegan stjórnmálamann. Þú veist vel um hvað mótmæli okkar snúast sem eru algjörlega óháð því til hvaða nota húsbyggingin á að vera. Hins vegar hefur á undanförnum mánuðum, síðan þú tókst við borgarstjóratitlinum, orðið ljóst að vilji íbúanna er lítils metinn og skipta þig litlu. Hér er mótmælabréf okkar í heild sinni og geta lesendur þá séð á hverju mótmæli okka byggja.Andmæli við breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, Reykjavík 14. júní 2014. Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. skipulag@reykjavik.is Samkvæmt bréfi yðar, dagsett 30.04. 2014, er fyrirliggjandi tillaga á breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.381, Laugarás, varðandi lóðina að Austurbrún 6, Reykjavík. Í breytingunni felst breyting á afmörkun núgildandi deiliskipulags og aukning á byggingarmagni á lóðinni nr. 6 við Austurbrún. Fyrirhugað er að byggja sex íbúða hús ætlað sem sambýli fyrir fatlaða. Með hliðsjón af staðsetningu fyrirhugaðrar byggingar, eru íbúar að Austurbrún, 8-10-12 og 14 alfarið andvígir henni og benda á eftirfarandi máli sínu til stuðnings. 1. Þegar íbúar ofanskráðra húsa byggðu eða keyptu hús sín, var talið útilokað að frekari byggingar yrðu reistar á þessu svæði enda sættu þessar úthlutanir á svo viðkvæmu svæði mótmælum. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030, á bls 260 í Skipulag Borgarhluta segir : ÍB24 Laugarás. Svæðið er fullbyggt og fastmótað. Elsti hluti hverfisins, næst Langholtsvegi, byggðist upp samkvæmt lauslegu gatnaskipulagi frá miðjum fimmta áratugnum. Skipulag fyrir byggðina í Laugarásnum var upphaflega samþykkt 1953 og reis byggðin á þessu svæði einkum á seinni hluta sjötta áratugarins og framan af hinum sjöunda. Um miðjan níunda áratuginn voru byggðar um 30 íbúðir í raðhúsum á Laugarásnum. Yfirbragð byggðarinnar er nokkuð fjölbreytt, bæði að húsagerð og byggingarstíl. Skipulagslög 123/2010. 2. Lóðin Austurbrún 6 er sögð íbúðarlóð og því óeðlilegt að byggja á lóðinni stofnun. 3. Nýtt deiliskipulag mun hafa í för með sér verulegar breytingar á því umhverfi sem skapað var með skipulagi á þessu svæði sem hefur ekki bara áhrif á Austurbrún 6-14 heldur alla heildarmyndina á hverfinu, sem byggt var á níunda áratugnum undir mjög ströngu skipulagi og með því loforði að ekki yrði um frekari byggð að ræða á svæðinu í framtíðinni. Því til viðbótar þrengir það mjög að og takmarkar útsýni frá framanskráðum húsum. 4. Við skipulagningu hins nýja hverfis í Austurbrún og Vesturbrún á níunda áratugum var, með vísun borgaryfirvalda til þess að um viðkvæmt svæði væri að ræða, fylgt mjög ströngum skilyrðum. Segja má að húsin á þessu svæði hafi nánast verið fullteiknuð frá hendi skipulagsins og svigrúm húsbyggenda og þeirra arkitekta sem teikuðu húsin ekkert þrátt fyrir að fljótlega hafi komið í ljós að skipulagið á þessum húsum hafi að mörgu leyti verið mein- gallað og nauðsynlegt að mati þeirra sem fengu úthlutað lóð á þessum stað að gera breytingar á því. Húsin eru því öll nánast eins enda öllum slíkum beiðnum hafnað á grundvelli þess að svæðið væri svo viðkvæmt að ekki mætt undir neinum kringumstæðum ganga lengra. Sem dæmi má nefna að skv. skilmálum kom fram að „steyptir fletir húsa skulu vera í ljósgráum lit, sem ákveða skal í samráði við skipulagshöfund“. Eftir það hefur nánast öllum jafnvel minni háttar breytingum á húsum umsvifalaust verið hafnað. Má þar sem dæmi nefna umsókn eiganda Austurbrúnar 10 um lítillega lengingu á bílskúr, sem samþykkt var af öllum íbúum hvefisins, var hafnað af borgaryfirvöldum á grundvelli ofangreindra raka. (Tilgreina nánar umsóknir og svör og skoða með tilliti til ofnagreinds texta) 5. Fyrirhugðar byggingar munu að öllum líkindum rýra verðgildi eigna okkar og munu íbúar framgreindara húsa leita réttar síns í þeim efnum verði fyrirhugaðar framkvæmdir að veruleika. 6. Nú þegar hefur verið staðsett stofnun í íbúðarhúsi, í Austurbrún 31, sem ekki var gert ráð fyrir þegar húsið var byggt. (Fríðuhús). Þessu fylgir að starfsfólk hefur lagt bílum sínum í gestastæði ætluðum íbúum Austurbrúnar 8-32. Viðbúið er í ljósi þess að nú þegar eru mikil bílastæðavandamál á lóðinni nr. 6 við Austurbrún að starfsfólk og gestir í sambýli muni nýta sér þegar fullnýtt gestastæði við Austurbrún 8-14. (Meðfylgjandi eru ljósmyndir sem sýna hvernig stæði við Austurbrún 6 eru þegar fullnýtt.) 7. Í húsinu Austurbrún 6 eru 71 íbúð en einungis 40 bílastæði, sem skv. breytingunni verður fækkað um tvö. Ekki er víst að hús þetta verði alltaf í eigu Reykjavíkurborgar og munu væntanlegir eigendur ekki sætta sig við núverandi fyrirkomulag og óska eftir frekari bílastæðum á lóðinni, sem þá er ekkert rými fyrir. 8. Í 64.3 gr. byggingareglugerðar segir: Á hverri lóð íbúðarhúss skulu vera a.m.k. 2 bílastæði fyrir hverja íbúð sem er stærri en 80m2 og a.m.k. eitt bílastæði fyrir íbúð undir 80m2. Ekki hefur verið farið eftir þessum ákvæðum, sem er mjög athyglisvert þar sem húsið er 100% í eigu Reykjavíkurborgar. 9. Núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar að Austurbrún 6 er 57% sem er yfir nýtingarhlutfalli lóða í nágrenninu. Frekari nýting á lóðinni er fordæmisgefandi. 10. Í uppdrætti af breyttu skipulagi sem sent var íbúum að Austurbrún 8-14 er óljóst gerð grein fyrir verkefninu undir liðnum „Samráð og samráðsaðilar“. Þar segir að verkefnið „sé samstarfsverkefni Félagsbústaða hf., sem eru eigendur og rekstraraðilar leiguíbúða í Austurbrún 6, og velferðasviðs Reykjavíkurborgar, sem rekur sambýli víða í borginni“. Samstarfið gangi út á það að Félagsbústaðir eigi og reki sambýlið en velferðarsviðið komi inn sem leigusali. Þá segir: „Samlegðaráhrif mun gæta með núverandi rekstri Austurbrúnar 6 og fyrirhuguð sambýli.“ Ekki er útskýrt frekar hvað átt er við með samlegðaráhrifum þar sem ekki er annað að sjá en að rekstraraðilar séu sitt hvor aðilinn með sitthvora starfsemina. Staðarval þessarar byggingar vekur því undrun þar sem eingin samlegðaráhrif eru sjáanleg við þá starfsemi sem fer fram í fjölbýlishúsinu að Austurbrún 6, enda ekki um þjónustuíbúðir að ræða. Nær væri að bæta við þau önnur sambýli sem rekin eru í borginni. Hagsmunaaðilar líta því svo á að hér sé eingöngu um að ræða tilbúana ástæðu fyrir borgaryfirvöld að byggja á. 11. Í bréfi með kynningu á fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi kemur fram að Félagsbústöðum hefur verið bent á að kynna þurfi erindið fyrir íbúum/leigjendum að Austurbrún 6 og einnig hengja uppdrátt upp í sameign. Ekkert er getið um andmælarétt, eða frekari kynningu og könnun á afstöðu íbúa hússins. Að Austurbrún 6 býr fjöldi aldraðra einstaklinga ásamt öðru fólki sem á við ýmis vandamál að stríða. Allir þessir einstaklingar eru upp á Reykjavíkurborg komnir og því í erfiðri aðstöðu að setja sig upp á móti fyrirhuguðum breytingum. Það er hins vegar augljóst að fyrirhuguð bygging mun valda verulegu ónæði og óþægindum fyrir þá þar sem bílastæðum mun fækka, lóð til útiveru mun stórlega skerðast auk þess sem annað ónæði mun af hljótast. Reykjavíkurborg er ekki með þessu aðgerðum að hugsa um hag þeirra íbúa sinna sem minnst mega sín. Augljóst er að ef um væri að ræða eignaríbúðir myndi ekki einn einasti íbúi samþykkja þessa breytingu. Borgin væri því með þessum framkvæmdum að brjóta jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Það væri þvi Reykjavíkurborg lítt til sóma að fara í aðgerðir sem augljóslega myndu aldrei heimilaðar undir öðru eignarhaldi. 12. Væntanleg húsbygging, sem sögð er vera 5,5 metrar á hæð. Það sætir nokkurri undrun að húsnæði sem á að vera á einni hæð skuli þurfa að rísa svo hátt enda er þakgerð ekki í neinu samræmi við þakgerð annarra nærliggjandi húsa. Bent skal á að þak fjöbúlishússins að Austurbrú 6 er nánast slétt þak. Með undirskrift okkar staðfestum við mótmæli okkar gegn fyrirhugaðri byggingu á lóð Austurbúnar 6, Reykjavík. Bjarnþór Aðalsteinsson Austurbrún 14, Reykjavík.
Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00
Sorglegt segir borgarstjóri um viðhorf nágranna til sambýlis í Austurbrún Borgarstjórinn í Reykjavík segir sorglegt ef íbúar í Vesturbrún og Austurbrún telji að verðmæti húsa þeirra lækki ef byggt verður hús fyrir fjölfatlaða á svæðinu. Einn íbúinn, Jóhann G. Jóhannsson, segir hins vegar að það sé bygging á þessum stað og skerðin á grænum svæðum sem mótmælt sé enn ekki starfsemin í húsinu. 26. september 2014 07:00
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun