Vinnudeilur valda skaða Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. júní 2014 00:01 Um leið og flugvirkjar sem vinna hjá Icelandair tilkynntu að þeir hygðu á verkfallsaðgerðir hægði á bókunum erlendra ferðamanna. Vinnudeilur þeirra sem starfa við flug hafa einkennt vorið og menn telja að áhrifin geti orðið langvarandi. Vísir/Stefán Ferðaþjónusta Innan ferðaþjónustunnar telja menn að vinnudeilur flugvallarstarfsmanna, flugmanna, flugfreyja og flugvirkja hafi valdið miklum skaða. Orðspor landsins sem ferðamannalands hafi beðið talsverðan hnekki. Verulega hægði á bókunum um leið og fréttist af því að flugvirkjar ætluðu að boða verkföll. „Áður en flugmenn hófu aðgerðir fyrr í vor hættu ferðamenn að bóka viku, tíu dögum áður og það sama er uppi á teningnum núna. Menn hætta að bóka af ótta við verkfall flugvirkja,“ segir Einar Bollason, eigandi Íshesta. Aðrir í ferðaþjónustu taka í sama streng. „Það bókast mjög hægt þessa dagana,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Fjallaleiðsögumanna. Það var búið að spá því að þetta sumar yrði mesta ferðamannasumar allra tíma. Það sem af er hefur tímabilið hins vegar einkennst af verkfallshótunum og verkföllum. Í apríl hófu flugvallarstarfsmenn aðgerðir, flugmenn hófu aðgerðir 9. maí og flugfreyjur boðuðu verkfall en áður en til þess kom tókust samningar. Nú eru það flugvirkjar sem standa í kjaradeilum. „Ég ætla ekki að gera lítið úr verkfallsréttinum en ég held að hann hafi ekki verið fundinn upp til að halda heilli atvinnugrein í heljargreipum. Fámennar stéttir eru að stefna lífsafkomu þúsunda annarra í hættu,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Menn segjast eiga erfitt með að meta það tjón sem þeir hafi orðið fyrir. Einar Bollason áætlar þó að Íshestar hafi orðið fyrir 50 til 60 milljóna króna beinu tjóni. Katla Travel telur sitt tjón 40 til 50 milljónir, Íslandshótel telja að tjón þeirra nemi 30 til 40 milljónum króna og Fjallaleiðsögumenn segja sitt tjón hlaupa á milljónum. Samtök atvinnulífsins áætluðu í vor að þegar samgöngur til og frá landinu lömuðust vegna verkfalla flugmanna næmi heildartjónið um milljarði á dag. Tjónið sem verður á mánudag verður mun meira enda hefur það áhrif á ferðaplön 12 þúsund ferðalanga. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við voru þó sammála um að þó að fjárhagslegt tjón væri slæmt þá væri enn verra að trúverðugleiki landsins sem ferðamannalands hefði beðið hnekki. „Við missum trúverðugleika. Langtímaáhrifin eru verst, kostnaðurinn við að vinna trúverðugleikann til baka verður upp á hundruð milljóna króna,“ segir Kristján Daníelsson. Þorsteinn Þorgeirsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar ALP, tekur í sama streng. „Ef umræðan úti í heimi fer öll að snúast um að það sé ekki hægt að koma til Íslands vegna stöðugra verkfalla skaðar það okkur til framtíðar. Það getur reynst erfitt að vinda ofan af slíkri umræðu. Það er enginn tilbúinn að gambla með fríin sín,“ segir Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ferðaþjónusta Innan ferðaþjónustunnar telja menn að vinnudeilur flugvallarstarfsmanna, flugmanna, flugfreyja og flugvirkja hafi valdið miklum skaða. Orðspor landsins sem ferðamannalands hafi beðið talsverðan hnekki. Verulega hægði á bókunum um leið og fréttist af því að flugvirkjar ætluðu að boða verkföll. „Áður en flugmenn hófu aðgerðir fyrr í vor hættu ferðamenn að bóka viku, tíu dögum áður og það sama er uppi á teningnum núna. Menn hætta að bóka af ótta við verkfall flugvirkja,“ segir Einar Bollason, eigandi Íshesta. Aðrir í ferðaþjónustu taka í sama streng. „Það bókast mjög hægt þessa dagana,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Fjallaleiðsögumanna. Það var búið að spá því að þetta sumar yrði mesta ferðamannasumar allra tíma. Það sem af er hefur tímabilið hins vegar einkennst af verkfallshótunum og verkföllum. Í apríl hófu flugvallarstarfsmenn aðgerðir, flugmenn hófu aðgerðir 9. maí og flugfreyjur boðuðu verkfall en áður en til þess kom tókust samningar. Nú eru það flugvirkjar sem standa í kjaradeilum. „Ég ætla ekki að gera lítið úr verkfallsréttinum en ég held að hann hafi ekki verið fundinn upp til að halda heilli atvinnugrein í heljargreipum. Fámennar stéttir eru að stefna lífsafkomu þúsunda annarra í hættu,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Menn segjast eiga erfitt með að meta það tjón sem þeir hafi orðið fyrir. Einar Bollason áætlar þó að Íshestar hafi orðið fyrir 50 til 60 milljóna króna beinu tjóni. Katla Travel telur sitt tjón 40 til 50 milljónir, Íslandshótel telja að tjón þeirra nemi 30 til 40 milljónum króna og Fjallaleiðsögumenn segja sitt tjón hlaupa á milljónum. Samtök atvinnulífsins áætluðu í vor að þegar samgöngur til og frá landinu lömuðust vegna verkfalla flugmanna næmi heildartjónið um milljarði á dag. Tjónið sem verður á mánudag verður mun meira enda hefur það áhrif á ferðaplön 12 þúsund ferðalanga. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við voru þó sammála um að þó að fjárhagslegt tjón væri slæmt þá væri enn verra að trúverðugleiki landsins sem ferðamannalands hefði beðið hnekki. „Við missum trúverðugleika. Langtímaáhrifin eru verst, kostnaðurinn við að vinna trúverðugleikann til baka verður upp á hundruð milljóna króna,“ segir Kristján Daníelsson. Þorsteinn Þorgeirsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar ALP, tekur í sama streng. „Ef umræðan úti í heimi fer öll að snúast um að það sé ekki hægt að koma til Íslands vegna stöðugra verkfalla skaðar það okkur til framtíðar. Það getur reynst erfitt að vinda ofan af slíkri umræðu. Það er enginn tilbúinn að gambla með fríin sín,“ segir Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira