Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2014 21:15 Valgeir Þór Ólason og Kristný María Hilmarsdóttir ásamt syninum Hilmari Óla. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir. Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Fleiri fréttir Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn og ákváðu að endurvekja reksturinn. Þegar veitingaskálinn við Skriðuland í Saurbæ fór í þrot fyrir tveimur árum misstu tugir sveitabæja þá verslun sem næst þeim var og vegfarendur um þjóðveginn til Vestfjarða misstu áningarstað. En nú hefur staðurinn lifnað á ný. Valgeir Þór Ólason, matreiðslumeistari úr Kópavogi, var úti að mála þegar okkur bar að garði en í fyrrahaust keypti hann eignina af Arion-banka ásamt unnustu sinni, Kristnýju Maríu Hilmarsdóttur. „Við keyrðum hérna framhjá og sáum að þetta var tómt og búið að læsa og loka öllu. Við vildum komast úr bænum og gera eitthvað sniðugt,” sagði Valgeir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þau eru í allan vetur búin að leggja nótt við dag við endurbætur, koma veitingasalnum í stand, innrétta verslun með helstu nauðsynjum og smíða bar og arinstofu. Þau eru einnig með gistihús sem kallast Hótel Ljósaland.Skriðuland í Saurbæ. Skálinn er skammt frá Gilsfjarðarbrú við þjóðveginn til Vestfjarða.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Kristný er sjálf frá Skarði á Skarðsströnd og vissi að það var áfall fyrir sveitina að missa búðina. „Það er búið að vera mjög erfitt. Allir þurfa alltaf að fara í Búðardal og versla þar eða á Reykhóla,” sagði Kristný. Valgeir sagði þau hafa fengið afar góðar viðtökur úr sveitinni og mikla hjálp. Þau óttast þó að þurfa að loka eldsneytisdælunum því ekkert gengur að fá eitthvert olíufélaganna til samstarfs um að endurnýja græjurnar. „Ég er búinn að vera að hringja og reyna að fá þá til að gera eitthvað með okkur. Það er ekkert verið að taka neitt í það,” segir Valgeir.
Tengdar fréttir Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Fleiri fréttir Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Þjóðvegasjoppa farin á hausinn Ein af rótgrónustu þjóðvegasjoppum landsins, Skriðuland í Saurbæ, er farin á hausinn. Um leið missti norðanverð Dalasýsla einu verslun sína. Heimamenn vonast þó til að einhver taki upp þráðinn á ný, enda hafi umferðin tvöfaldast þegar Ísfirðingar fóru að aka um hlaðið. Skriðuland var ein af sjoppunum á leiðinni vestur á firði. Sveitafólkið á Skarðsströnd og í Saurbæ missti líka búðina sem var næst þeim þegar hér var skellt í lás um síðustu áramót. Það töpuðust líka störf sem skiptu máli í sveitinni, eins og Sæmundur Kristjánsson, síðasti oddviti Saurbæjarhrepps, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en sveitin er nú hluti Dalabyggðar .Arion-banki tók yfir eignirnar á Skriðulandi vegna gjaldþrots fyrrverandi eiganda en Sæmundur telur þó að verslunin eigi eftir að lifna á ný. Hann veit til þess að aðilar hafi sýnt því áhuga og telur rekstrargrundvöll hafa styrkst eftir að Ísafjarðarumferðin færðist yfir á Dalina. 15. maí 2013 19:01