Jafnréttisráðstefna Nordisk Forum: Ræddi hatursorðræðu í Svíþjóð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. júní 2014 16:14 Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, vakti athygli á hatursumræðu gegn Framsókn á fund sem snerist um jafnréttismál og stöðu kvenna. Vísir/Vilhelm Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra vakti máls á hatursumræðu í íslensku þjóðfélagi, sem meðal annars tengist flokki hennar, á fundi um hatursumræðu gegn konum sem fram fór í Svíþjóð í dag. Fundurinn var hluti af ráðstefnunni Nordisk Forum, á henni er staða kvenna rædd og var fundurinn sem Eygló sat sérstaklega um hatursumræðu gegn konum á netinu og í samfélaginu. Ummæli Eyglóar komu nokkrum íslenskum gestum á fundinum á óvart. Þeirra á meðal er Hildur Lilliendahl líkt og sjá má í Fésbókarfærslu hennar neðst í þessari frétt. Eygló var gestur í sal á fundinum og tók til máls þegar framsögumenn tóku við spurningum. Siv Friðleifsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra, stýrði fundinum. Framsögumenn fundarins voru sérfræðingar í hatursumræðu og viðbrögðum við henni, að sögn Eyglóar og vildi hún leita ráða hjá þeim vegna umræðunnar á Íslandi. „Ég var að spyrjast fyrir um hvaða áætlanir eða tæki önnur lönd hafa notað með skipulögðum hætti til að taka á hatursorðræðu meðal annars gegn konum, fötluðum, hinsegin fólki og innflytjendum svo dæmi séu nefnd. Ástæðan fyrir því að ég spurði þá sérfræðinga sem þarna voru, var meðal annars vegna umræðu sem hefur verið á Íslandi, sem tengist meðal annars mínum flokki.“ segir Eygló í samtali við Vísi og bætir við: „Ég tel það vera mjög mikilvægt að fara yfir hvað það sem hefur verið að virka og hvað ekki í þessum málum erlendis, í að vinna gegn hatursorðræðu. Sérfræðingarnir gátu því miður ekki bent á ákveðnar áætlanir eða stefnu sem önnur lönd hafa markað sér sem hefur skilað árangri. Þess vegna lögðu þeir áherslu á rannsóknir, auk þess sem þeir töluðu fyrir aukinni fræðslu í skólakerfinu og samtali við frjáls félagasamtök .“En hvernig tengist Framsóknarflokkurinn hatursumræðu hér á landi? Hvernig upplifir þú umræðuna? „Ástæðan fyrir þessum fundi er til að fjalla um ofbeldi, áreitni og hatursorðræðu. Það sem ég var að tala um, var mikilvægi þess að við fengjum fram einhverjar hugmyndir og einhverjar tillögur sem ég gæti unnið með sem ráðherra. Það hefur verið umræða á Íslandi, undanfarið en líka þar áður, sem tengist meðal annars þessum hópum sem ég er búin að nefna. Þess vegna legg ég áherslu að við lærum hvað hefur virkað í öðrum löndum og getum bætt þessa orðræðu.“ Eygló bendir til dæmis á að undir hennar stjórn vinnur ráðuneytið að ýmsum áætlunum til að styðja við þá hópa sem hún nefnir, meðal annars framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og í málefnum innflytjenda auk þess sem unnið er að nýrri jafnréttisáætlun. Þar telur Eygló mikilvægt að huga að baráttu gegn hatursorðræðu og áreitni. Eygló vildi ekki fara nánar út í það hvernig Framsóknarflokkurinn tengist hatursumræðu.Hafnar hverskonar mismunun Eygló var spurð um ummæli Sveinbjörgar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í moskumálinu svokallaða. Eygló telur að Félag múslima eigi að njóta sömu réttinda og önnur trúfélög og fá lóð úthlutað undir mosku, og er því ekki sammála tillögum Sveinbjargar að draga lóð sem var úthlutað til Félags múslima til baka. „Það er algjörlega skýrt í mínum huga að ef það á að úthluta einu trúfélagi ókeypis lóð, þá tel ég rétt að við séum ekki að mismuna trúfélögum í því. Svo geta menn haft skoðanir á því hvort það eigi yfirhöfuð að útlhuta trúfélögum lóðir ókeypis almennt,“ segir hún og bætir við: „Mín persónulega afstaða, er sú sama og afstaða Framsóknarflokksins og hún er skýr. Við höfnum hverskonar mismunun. Allir eiga að vera jafnir.“Þú segir að stefna þín og flokksins sé mjög skýr í þessu máli. Mun þá flokksforystan ekki styðja við Framsóknarflokkin í Reykjavík Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna að efna kosningaloforð sín? „Ég reikna fastlega með því að þeir sem starfa í Framsóknarflokknum fari eftir grundvallarstefnu hans, það er alveg skýrt.“ Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra vakti máls á hatursumræðu í íslensku þjóðfélagi, sem meðal annars tengist flokki hennar, á fundi um hatursumræðu gegn konum sem fram fór í Svíþjóð í dag. Fundurinn var hluti af ráðstefnunni Nordisk Forum, á henni er staða kvenna rædd og var fundurinn sem Eygló sat sérstaklega um hatursumræðu gegn konum á netinu og í samfélaginu. Ummæli Eyglóar komu nokkrum íslenskum gestum á fundinum á óvart. Þeirra á meðal er Hildur Lilliendahl líkt og sjá má í Fésbókarfærslu hennar neðst í þessari frétt. Eygló var gestur í sal á fundinum og tók til máls þegar framsögumenn tóku við spurningum. Siv Friðleifsdóttir, fyrrum umhverfisráðherra, stýrði fundinum. Framsögumenn fundarins voru sérfræðingar í hatursumræðu og viðbrögðum við henni, að sögn Eyglóar og vildi hún leita ráða hjá þeim vegna umræðunnar á Íslandi. „Ég var að spyrjast fyrir um hvaða áætlanir eða tæki önnur lönd hafa notað með skipulögðum hætti til að taka á hatursorðræðu meðal annars gegn konum, fötluðum, hinsegin fólki og innflytjendum svo dæmi séu nefnd. Ástæðan fyrir því að ég spurði þá sérfræðinga sem þarna voru, var meðal annars vegna umræðu sem hefur verið á Íslandi, sem tengist meðal annars mínum flokki.“ segir Eygló í samtali við Vísi og bætir við: „Ég tel það vera mjög mikilvægt að fara yfir hvað það sem hefur verið að virka og hvað ekki í þessum málum erlendis, í að vinna gegn hatursorðræðu. Sérfræðingarnir gátu því miður ekki bent á ákveðnar áætlanir eða stefnu sem önnur lönd hafa markað sér sem hefur skilað árangri. Þess vegna lögðu þeir áherslu á rannsóknir, auk þess sem þeir töluðu fyrir aukinni fræðslu í skólakerfinu og samtali við frjáls félagasamtök .“En hvernig tengist Framsóknarflokkurinn hatursumræðu hér á landi? Hvernig upplifir þú umræðuna? „Ástæðan fyrir þessum fundi er til að fjalla um ofbeldi, áreitni og hatursorðræðu. Það sem ég var að tala um, var mikilvægi þess að við fengjum fram einhverjar hugmyndir og einhverjar tillögur sem ég gæti unnið með sem ráðherra. Það hefur verið umræða á Íslandi, undanfarið en líka þar áður, sem tengist meðal annars þessum hópum sem ég er búin að nefna. Þess vegna legg ég áherslu að við lærum hvað hefur virkað í öðrum löndum og getum bætt þessa orðræðu.“ Eygló bendir til dæmis á að undir hennar stjórn vinnur ráðuneytið að ýmsum áætlunum til að styðja við þá hópa sem hún nefnir, meðal annars framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og í málefnum innflytjenda auk þess sem unnið er að nýrri jafnréttisáætlun. Þar telur Eygló mikilvægt að huga að baráttu gegn hatursorðræðu og áreitni. Eygló vildi ekki fara nánar út í það hvernig Framsóknarflokkurinn tengist hatursumræðu.Hafnar hverskonar mismunun Eygló var spurð um ummæli Sveinbjörgar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, í moskumálinu svokallaða. Eygló telur að Félag múslima eigi að njóta sömu réttinda og önnur trúfélög og fá lóð úthlutað undir mosku, og er því ekki sammála tillögum Sveinbjargar að draga lóð sem var úthlutað til Félags múslima til baka. „Það er algjörlega skýrt í mínum huga að ef það á að úthluta einu trúfélagi ókeypis lóð, þá tel ég rétt að við séum ekki að mismuna trúfélögum í því. Svo geta menn haft skoðanir á því hvort það eigi yfirhöfuð að útlhuta trúfélögum lóðir ókeypis almennt,“ segir hún og bætir við: „Mín persónulega afstaða, er sú sama og afstaða Framsóknarflokksins og hún er skýr. Við höfnum hverskonar mismunun. Allir eiga að vera jafnir.“Þú segir að stefna þín og flokksins sé mjög skýr í þessu máli. Mun þá flokksforystan ekki styðja við Framsóknarflokkin í Reykjavík Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna að efna kosningaloforð sín? „Ég reikna fastlega með því að þeir sem starfa í Framsóknarflokknum fari eftir grundvallarstefnu hans, það er alveg skýrt.“ Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira