Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. júní 2014 07:30 Ríkissaksóknari segir þau hlerunarbrot sem upplýst hefur verið um fyrnd. Fréttablaðið/Valli Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um ólöglegar hleranir embættisins árið 2012. Þetta kemur fram í greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum sem starfsmennirnir fyrrverandi sendu til Ríkissaksóknara í ágúst 2012. Tilefni þessarar greinargerðar var að starfsmennirnir voru til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnarskyldu í starfi sem lögreglumenn hjá Sérstökum saksóknara. Málið var síðar fellt niður hjá Ríkissaksóknara þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Annar mannanna segir í samtali við Fréttablaðið að Ríkissaksóknari hafi aldrei haft samband við þá frekar eftir að sakamálið var fellt niður til að rannsaka þessar ásakanir um ólöglegar hleranir Sérstaks saksóknara.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði því aðeins til í fyrirspurn fréttastofu að embættið hefði brugðist við þessum ásökunum „með viðeigandi hætti“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu svokallaða á dögunum, sem var höfðað á hendur stjórnendum Landsbankans, segir að Sérstakur saksóknari hafi brotið gegn sakborningunum með því að hafa hlerað símtöl þeirra við verjendur sína og sleppt því að farga símtölunum. Með því hafi embættið gerst sekt um brot á ákvæðum laga um meðferð sakamálagagna. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð. Hörður kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til Ríkissaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður„Það er mjög alvarlegt þegar æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sem hefur eftirlit með öllum rannsóknum, fær vitneskju um þessi vinnubrögð árið 2012 en þrátt fyrir það kemst þetta ekki upp fyrr en núna þegar brotin eru fyrnd,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Sigurður er verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. „Það er mjög alvarlegt að Ríkissaksóknari skuli ekki grípa inn í atburðarásina þegar þessar ásakanir koma fram,“ segir Sigurður. Sigríður sagði í skriflegu svari til fréttastofu eftir niðurstöðu héraðsdóms að hún liti hleranirnar alvarlegum augum. Embættið ætlaði að krefja Sérstakan saksóknara svara um málin en hún gaf það síðar út að hún teldi ekki tilefni til frekari rannsókna á brotunum þar sem þau væru fyrnd. „Það er algjörlega bannað að fylgjast með samtölum verjenda og sakborninga. Sakborningar eiga skýlausan rétt á því að fá að tjá sig í friði og við verjendur erum þeirra trúnaðarmenn. Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir og ekki síður gegn okkur lögmönnunum. En það virðist sem mannréttindasáttmálar og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eigi bara ekkert við um þessa menn. Það sé einhvern veginn stemningin,“ segir Sigurður. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um ólöglegar hleranir embættisins árið 2012. Þetta kemur fram í greinargerð sem fréttastofa hefur undir höndum sem starfsmennirnir fyrrverandi sendu til Ríkissaksóknara í ágúst 2012. Tilefni þessarar greinargerðar var að starfsmennirnir voru til rannsóknar hjá Ríkissaksóknara vegna meintra brota á þagnarskyldu í starfi sem lögreglumenn hjá Sérstökum saksóknara. Málið var síðar fellt niður hjá Ríkissaksóknara þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Annar mannanna segir í samtali við Fréttablaðið að Ríkissaksóknari hafi aldrei haft samband við þá frekar eftir að sakamálið var fellt niður til að rannsaka þessar ásakanir um ólöglegar hleranir Sérstaks saksóknara.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari svaraði því aðeins til í fyrirspurn fréttastofu að embættið hefði brugðist við þessum ásökunum „með viðeigandi hætti“. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu svokallaða á dögunum, sem var höfðað á hendur stjórnendum Landsbankans, segir að Sérstakur saksóknari hafi brotið gegn sakborningunum með því að hafa hlerað símtöl þeirra við verjendur sína og sleppt því að farga símtölunum. Með því hafi embættið gerst sekt um brot á ákvæðum laga um meðferð sakamálagagna. Þessi hlustun á símtölum sakbornings og verjanda átti sér stað í fleiri málum. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, komst að því fyrir tilviljun að símtöl hans og Hreiðars hefðu verið hleruð. Hörður kærði hlerun á þessum trúnaðarsamtölum til Ríkissaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðhafast.Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður„Það er mjög alvarlegt þegar æðsti handhafi ákæruvalds í landinu, sem hefur eftirlit með öllum rannsóknum, fær vitneskju um þessi vinnubrögð árið 2012 en þrátt fyrir það kemst þetta ekki upp fyrr en núna þegar brotin eru fyrnd,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Sigurður er verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. „Það er mjög alvarlegt að Ríkissaksóknari skuli ekki grípa inn í atburðarásina þegar þessar ásakanir koma fram,“ segir Sigurður. Sigríður sagði í skriflegu svari til fréttastofu eftir niðurstöðu héraðsdóms að hún liti hleranirnar alvarlegum augum. Embættið ætlaði að krefja Sérstakan saksóknara svara um málin en hún gaf það síðar út að hún teldi ekki tilefni til frekari rannsókna á brotunum þar sem þau væru fyrnd. „Það er algjörlega bannað að fylgjast með samtölum verjenda og sakborninga. Sakborningar eiga skýlausan rétt á því að fá að tjá sig í friði og við verjendur erum þeirra trúnaðarmenn. Þetta eru miklu alvarlegri brot en menn gera sér grein fyrir og ekki síður gegn okkur lögmönnunum. En það virðist sem mannréttindasáttmálar og mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar eigi bara ekkert við um þessa menn. Það sé einhvern veginn stemningin,“ segir Sigurður.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira