Spennandi lokadagur framundan á Kraft Nabisco meistaramótinu 6. apríl 2014 12:28 Lexi Thompson á þriðja hring á Mission Hills í gær. AP/Vísir Mikil spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu sem fram fer á hinum glæsilega Mission Hills velli í Kaliforníu. Efstar í fyrsta sæti eru Michelle Wie og Lexi Thompson en þær eru báðar á tíu höggum undir pari. Jafnar í þriðja sæti eru þær Se Ri Pak og Carley Hull á átta höggum undir en margir þekktir kylfingar eru þar á eftir sem gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn með góðum hring í dag. Þar má helst nefna Cristie Kerr sem er sex undir, Shanshan Feng á fimm höggum undir og Stacy Lewis á fjórum höggum undir pari. Eitt er víst að það verður spennandi að fylgjast með lokahollinu í kvöld en Michelle Wie og Lexi Thompson eru meðal vinsælustu kvenkylfinga heims. Wie hefur unnið tvisvar á LPGA mótaröðinni á átta ára atvinnumannaferli sem þykir ekki mikið miðað við hversu efnileg hún þótti þegar að hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið sem unglingur. Þá er oft talað um Lexi Thompson sem framtíð kvennagolfsins en þrátt fyrir að vera nýorðin 19 ára gömul hefur hún sigrað fjögur stór mót, það fyrsta á LPGA-mótaröðinni 16 ára gömul. Þá var hún einnig yngsti kvenkylfingurinn í sögunni til þess að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, þá aðeins 12 ára. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 22:00. Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Mikil spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu sem fram fer á hinum glæsilega Mission Hills velli í Kaliforníu. Efstar í fyrsta sæti eru Michelle Wie og Lexi Thompson en þær eru báðar á tíu höggum undir pari. Jafnar í þriðja sæti eru þær Se Ri Pak og Carley Hull á átta höggum undir en margir þekktir kylfingar eru þar á eftir sem gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn með góðum hring í dag. Þar má helst nefna Cristie Kerr sem er sex undir, Shanshan Feng á fimm höggum undir og Stacy Lewis á fjórum höggum undir pari. Eitt er víst að það verður spennandi að fylgjast með lokahollinu í kvöld en Michelle Wie og Lexi Thompson eru meðal vinsælustu kvenkylfinga heims. Wie hefur unnið tvisvar á LPGA mótaröðinni á átta ára atvinnumannaferli sem þykir ekki mikið miðað við hversu efnileg hún þótti þegar að hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið sem unglingur. Þá er oft talað um Lexi Thompson sem framtíð kvennagolfsins en þrátt fyrir að vera nýorðin 19 ára gömul hefur hún sigrað fjögur stór mót, það fyrsta á LPGA-mótaröðinni 16 ára gömul. Þá var hún einnig yngsti kvenkylfingurinn í sögunni til þess að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, þá aðeins 12 ára. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 22:00.
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira