Enski boltinn

Hlusta ekki á sögusagnir í sumarfríinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gylfi í baráttunni gegn Liverpool.
Gylfi í baráttunni gegn Liverpool. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson á ekki von á öðru en að hann leiki með Tottenham á næsta tímabili. Gylfi hefur ítrekað verið orðaður við brottför frá Tottenham undanfarna mánuði.

Gylfi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag þar sem farið var yfir víðan völl. Æfingar hefjast eftir tvær vikur og á Gylfi ekki von á öðru en að leika með Tottenham á komandi tímabili.

„Fyrsta æfingin er eftir tvær vikur, við byrjum 4.júlí og ég hef ekkert verið að stressa mig. Ef Tottenham vill selja mig gerist það þegar við byrjum að æfa aftur. Ég hef reynt að láta engar sögusagnir trufla mig í sumarfríinu. Ég vill vera áfram hjá Tottenham nema þeir vilji losna við mig. Ég hef ekkert heyrt af því og eins og staðan er í dag verð ég áfram hjá Tottenham,“ sagði Gylfi er spenntur fyrir tímabilinu.

„Ég er spenntur fyrir tímabilinu, Pochettino gerði fína hluti með Southampton og hann kemur með nýjar hugmyndir inn á borðið. Það er hægt að gera ráð fyrir því að það komi nýjir leikmenn inn um dyrnar á White Hart Lane og að nokkrir leikmenn séu á förum eins og vanalega.“

Gylfi slapp ekki úr viðtalinu án þess að þurfa að svara hvort Liverpool hefði komið til greina á sínum tíma.

„Liverpool kom til greina en á endanum valdi ég Tottenham og ég sé ekkert eftir því,“ sagði Gylfi.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×