Innlent

Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli

Jakob Bjarnar skrifar
Flugvélin er engin smásmíði en þessi mynd var tekin rúmlega eitt í nótt.
Flugvélin er engin smásmíði en þessi mynd var tekin rúmlega eitt í nótt. Karl Georg Karlsson
Stærsta flugvél í heimi, af gerðinni Antonov 225, lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir miðnætti. Karl Georg Karlsson, tíðindamaður Vísis var á staðnum og tók meðfylgjandi mynd af þessari miklu flugvél á Keflavíkurflugvelli.

Vélin á sér merkilega sögu, en hún var smíðuð í Úkraínu árið 1988 sérstaklega til þess að flytja sovéskar geimskutlur. Þegar Sovétríkin hrundu lá vélin lengi óhreyfð en fékk svo nýtt hlutverk sem flutningavél. Vélin er, eins og áður sagði, engin smásmíð; 84 metra löng og með 88,5 metra vænghaf. Rúv fjallar einnig um þessa heimsókn og þar kemur fram að án eldsneytis og farangurs vegur vélin 285 tonn en fulllestuð getur hún vegið allt að 640 tonn.

Vélin, sem er sú eina sinnar tegundar, millilenti hér á leið til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×