Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Sveinn Arnarsson skrifar 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar munu í dag leggja fram kæru til innanríkisráðuneytisins vegna úrskurðar Þjóðskrár fréttablaðið/daníel Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr. Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr.
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira