Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Sveinn Arnarsson skrifar 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar munu í dag leggja fram kæru til innanríkisráðuneytisins vegna úrskurðar Þjóðskrár fréttablaðið/daníel Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr. Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Ástæða þess að hin tíu ára gamla Harriet Cardew fær ekki endurnýjað vegabréf má rekja til breytinga á verklagi Þjóðskrár Íslands. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Þjóðskrársviðs hjá Þjóðskrá Íslands. Foreldrum Harrietar var í fyrradag tilkynnt af Þjóðskrá að hún fengi ekki endurnýjað vegabréf vegna þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. Þeir segja ákvörðunina ekki standast lög og að börnum þeirra sé mismunað. Tvö börn þeirra eru fædd erlendis og eru þar með gilt nafn en tvö önnur eru fædd hér á landi. Mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt nöfn þeirra, Harriet og Duncan, sem fædd eru hér á landi og bera þau nöfnin Stúlka og Drengur Cardew í Þjóðskrá. „Árið 2010 sameinuðust Þjóðskrá og Fasteignaskrá ríkisins. Við þá sameiningu fórum við yfir alla verkferla, bæði í sambandi við vegabréfaútgáfu og mannanöfn. Í kjölfar þeirrar skoðunar sáum við að lögin eru afar skýr í þessum efnum og skerptum á verklagi í samræmi við lög. Fyrir þann tíma höfðu verið gefin út vegabréf, andstætt lögum,“ segir Sólveig. Stofnunin sé aðeins að vinna eftir þeim lögum sem henni eru sett. Þjóðskrá eigi ekki að gera neitt annað en fara eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. „Ég get ekki tjáð mig um einstök málefni sem koma inn á okkar borð en lagabókstafurinn er nokkuð skýr. Í honum segir að við getum einungis útgefið persónuskilríki og vegabréf til þeirra sem hafa gilt eiginnafn eða millinafn. Ef mannanafnanefnd hefur ekki samþykkt einhver ákveðin nöfn þá er í sjálfu sér ekkert sem við hjá Þjóðskrá getum gert. Við breytum ekki lögum, við förum aðeins eftir þeim.“ Þegar hún er spurð að því hvort lagabókstafurinn sé ekki úreltur og barn síns tíma segist hún ekki vilja leggja mat á það. „Aðalatriðið er það að við förum að þeim lögum sem okkur er skylt að fara eftir. Frá okkar bæjardyrum séð snýst þetta aðeins um það. Ég get svo ekki fyrir mitt leyti lagt mat á hvort lögin séu orðin úrelt, enda er það ekki mitt að skera úr um það,“ segir Sólveig.Óttarr Proppé Þingmaður Bjartrar framtíðarÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði á síðasta þingi fram frumvarp um breytingu á lögum um mannanafnanefnd. Breytingin byggðist á því að mannanafnanefnd hætti að gefa út lista með samþykktum nöfnum. „Íslendingar eiga foreldra af mismunandi uppruna. Frumvarpið var til þess gert að koma til móts við þann raunveruleika sem við búum við. Mér finnst þetta tiltekna mál sýna fram á mikilvægi þess að lögunum sé breytt. Auðvitað er hægt að breyta lögunum á annan hátt en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta var hins vegar hreinlegasta útfærslan á breytingunum. Við fundum einnig fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum við frumvarpinu bæði innan sem utan þings,“ segir Óttarr.
Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira