

Nýráðinn liðsstjóri Ferrari, Marco Mattiacci finnst Kimi Raikkonen "geysilega svalur gaur“ og nýtur þess að vinna með finnska ökumanninum.
Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins.
Finninn Kimi Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari telur að frammistaða sín í ár hafi verið betri en úrslitin hafi sýnt. Hann telur ólán sitt felast í atvikum sem hann fær ekki stjórnað.
Felipe Massa viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir ákvörðun Ferrari að skipta honum út fyrir Kimi Raikkonen. Hann hefur fundið sig vel hjá Williams.
Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins.
Mónakó kappaksturinn fór fram í gær og dramatíkin náði nýjum hæðum. Mercedes liðið hefur unnið allar keppnir tímabilsins.