Innlent

Segja kröfur flugvirkja óraunhæfar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton
Samtök Atvinnulífsins segja flugvirkja með óraunhæfar kröfur. Þær séu langt umfram það sem samið hefur verið um á almennum markaði. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls 16. júní, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

„Kröfurnar eru margfalt hærri en samið hefur verið um við aðrar flugstéttir og samsvarar rúmlega 30 prósent launahækkun,“ segir á vef samtakanna.

Þá segir að SA og Icelandair hafi lagt allt kapp á að leita lausnar sem samrýmist efnahagslegum stöðugleika til lengri tíma.

„Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin er óhjákvæmilegt að að varpa ljósi á launakjör og launaþróun flugvirkja.“

SA segir laun flugvirkja hafa hækkað um 62,2 prósent frá árinu 2007. Á sama tíma hafi laun hjá félagsmönnum ASÍ á almennum markaði hækkað um 38,5 prósent.

Mynd/Samtök atvinnulífsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×