Enski boltinn

Liverpool á eftir tvítugum Þjóðverja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Emre Can fagnar marki fyrir Leverkusen gegn Frankfurt.
Emre Can fagnar marki fyrir Leverkusen gegn Frankfurt. Vísir/getty
Liverpool er í viðræðum við þýska knattspyrnufélagið Bayer Leverkusen um kaup á þýska U21 árs landsliðsmanninum Emre Can, að því fram kemur á vef BBC.

Tíu milljóna punda riftunarverð hvílir á Can sem þýðir að Leverkusen getur ekki hafnað slíku tilboði. Liverpool hefur gefið það í skyn að það sé tilbúið að borga þá upphæð fyrir þennan tvítuga miðjumann.

Samningaviðræður Liverpool og leikmannsins sjálfs virtust ætla að sigla í strand um helgina þegar ekki var hægt að komast að samkomulagi um kaup og kjör Cans en nú eru þær aftur komnar í gott horf.

Can, sem einnig er gjaldgengur í tyrkneska landsliðið þar til hann tekur ákvörðun um framtíð sína, kom til Leverkusen frá Bayern München síðasta sumar fyrir fjórar milljónir Evra.

Hann heillaði Brendan Rodgers með frammistöðu sinni á tímabilinu en Leverkusen hafnaði í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar og komst í Meistaradeildina.

Þó Can, sem fæddur er í Frankfurt, vilji helst spila á miðjunni getur hann einnig leyst stöður í vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×