Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Fréttablaðið/Valli Leikmaður Dalvíkur/Reynis hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. Þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þann 13. janúar vann Þór 7-0 sigur á Dalvík/Reyni í Kjarnafæðismótinu í Boganum á Akureyri. Síðar þann mánuð greindi Akureyri vikublað frá því að grunsemdir hefðu vaknað um óeðlilega veðmálastarfsemi í kringum leikinn og að leikmenn Þórs hefðu stórgrætt á að liðið vann meira en þriggja marka sigur. Rannsókn KSÍ leiddi ekkert í ljós en hún strandaði á því að forráðamenn Dalvíkur/Reynis höfnuðu beiðni Þóris Hákonarsonar, framkvæmdarstjóra KSÍ, um aðstoð vegna rannsóknarinnar.Erfitt mál fyrir félagið Stefán Garðar segir að þetta mál hafi reynst félaginu erfitt. Í umfjöllun Akureyrar vikublaðs hafi leikmenn Þórs legið undir ásökunum en hann segir að leikmenn Dalvíkur/Reynis hafi líka verið ásakaðir um að taka þátt í braskinu – til að mynda í leiknum sjálfum. „Meðan á leiknum stóð heyrðust ásakanir frá leikmönnum Þórs um að okkar leikmenn væru að hagræða úrslitum. Það þótti okkur verst,“ sagði Stefán Garðar en staðfesti þó að leikmaður Dalvíkur/Reynis hafi veðjað á leikinn. „Hann var reyndar ekki í leikmannahópi okkar í þessum leik en viðurkenndi þetta. Hann hefur þess utan lítið æft og ekkert spilað með okkur í vor. Þeir leikmenn sem tóku þátt í leiknum sóru þetta hins vegar allir af sér,“ bætir hann við en vildi ekki nafngreina umræddan leikmann. Þórir staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann hafi ekki fengið þær upplýsingar til sín að umræddur leikmaður hafi veðjað á leikinn en fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ að ekki yrði aðhafst frekar í málinu fyrr en nýjar upplýsingar kæmu fram. Þórir gat ekki svarað því hvort þetta nægði til þess að málið yrði tekið upp að nýju en upphaflega hafi ekki verið hægt að aðhafast meira í því. „Ásakanirnar komu fram í fjölmiðlum og ég hafði ekkert haldbært um að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað,“ sagði Þórir. „Ég lít svo á að félögin hafi fengið tækifæri til að hreinsa sig af ásökunum en af einhverjum ástæðum voru þau ekki tilbúin í það. Það var þeirra ákvörðun.“Erum ekki í feluleik Stefán Garðar viðurkennir að það kunni að líta út fyrir að félagið hafi eitthvað að fela en svo sé ekki. „Þetta var orðið mjög erfitt mál og leiddi til þess að hálfgert hatur ríkti á milli félaganna. Við höfðum ávallt átt mjög góð samskipti við Þór en þetta mál gerði þau mjög erfið. Við vorum bara búin að fá nóg,“ segir Stefán Garðar. Hann telur að leikmenn geri sér grein fyrir alvöru málsins. „Það er búið að ræða þetta ítarlega og okkar leikmenn vita að þeir verða látnir fara frá félaginu verði þeir uppvísir að svona löguðu.“Fáránleg starfssemi Stefán Garðar telur að vandamálið sé mun algengara en talið er. „Það var gott að fá þessa umræðu og að þetta hafi verið fín áminning fyrir knattspyrnuhreyfinguna alla á Íslandi. Enda finnst mér með öllu fáránlegt að það skuli vera hægt að veðja á leik í æfingamóti á Íslandi á erlendum vefsíðum, hvað þá að græða mikinn pening á úrslitum leikja sem geta aðeins talist eðlileg,“ segir hann og ítrekar að niðurstaðan í umræddum leik, 7-0 Þórs, hafi ekki vakið spurningar hjá honum. „Ég sá þennan leik. Við vorum einfaldlega illa mannaðir og úrslit leiksins eftir því.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði af og frá að félagið hefði hafnað beiðni KSÍ og að allir leikmenn liðsins hafi skrifað undir skjal þess efnis að þeir hafi ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu athæfi í tengslum við umræddan leik. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að vinna með KSÍ,“ ítrekar Aðalsteinn Ingi. Þórir bætir einnig við að dómarar leiksins hafi verið reiðubúnir að aðstoða við rannsókn málsins á sínum tíma. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Leikmaður Dalvíkur/Reynis hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. Þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þann 13. janúar vann Þór 7-0 sigur á Dalvík/Reyni í Kjarnafæðismótinu í Boganum á Akureyri. Síðar þann mánuð greindi Akureyri vikublað frá því að grunsemdir hefðu vaknað um óeðlilega veðmálastarfsemi í kringum leikinn og að leikmenn Þórs hefðu stórgrætt á að liðið vann meira en þriggja marka sigur. Rannsókn KSÍ leiddi ekkert í ljós en hún strandaði á því að forráðamenn Dalvíkur/Reynis höfnuðu beiðni Þóris Hákonarsonar, framkvæmdarstjóra KSÍ, um aðstoð vegna rannsóknarinnar.Erfitt mál fyrir félagið Stefán Garðar segir að þetta mál hafi reynst félaginu erfitt. Í umfjöllun Akureyrar vikublaðs hafi leikmenn Þórs legið undir ásökunum en hann segir að leikmenn Dalvíkur/Reynis hafi líka verið ásakaðir um að taka þátt í braskinu – til að mynda í leiknum sjálfum. „Meðan á leiknum stóð heyrðust ásakanir frá leikmönnum Þórs um að okkar leikmenn væru að hagræða úrslitum. Það þótti okkur verst,“ sagði Stefán Garðar en staðfesti þó að leikmaður Dalvíkur/Reynis hafi veðjað á leikinn. „Hann var reyndar ekki í leikmannahópi okkar í þessum leik en viðurkenndi þetta. Hann hefur þess utan lítið æft og ekkert spilað með okkur í vor. Þeir leikmenn sem tóku þátt í leiknum sóru þetta hins vegar allir af sér,“ bætir hann við en vildi ekki nafngreina umræddan leikmann. Þórir staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann hafi ekki fengið þær upplýsingar til sín að umræddur leikmaður hafi veðjað á leikinn en fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ að ekki yrði aðhafst frekar í málinu fyrr en nýjar upplýsingar kæmu fram. Þórir gat ekki svarað því hvort þetta nægði til þess að málið yrði tekið upp að nýju en upphaflega hafi ekki verið hægt að aðhafast meira í því. „Ásakanirnar komu fram í fjölmiðlum og ég hafði ekkert haldbært um að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað,“ sagði Þórir. „Ég lít svo á að félögin hafi fengið tækifæri til að hreinsa sig af ásökunum en af einhverjum ástæðum voru þau ekki tilbúin í það. Það var þeirra ákvörðun.“Erum ekki í feluleik Stefán Garðar viðurkennir að það kunni að líta út fyrir að félagið hafi eitthvað að fela en svo sé ekki. „Þetta var orðið mjög erfitt mál og leiddi til þess að hálfgert hatur ríkti á milli félaganna. Við höfðum ávallt átt mjög góð samskipti við Þór en þetta mál gerði þau mjög erfið. Við vorum bara búin að fá nóg,“ segir Stefán Garðar. Hann telur að leikmenn geri sér grein fyrir alvöru málsins. „Það er búið að ræða þetta ítarlega og okkar leikmenn vita að þeir verða látnir fara frá félaginu verði þeir uppvísir að svona löguðu.“Fáránleg starfssemi Stefán Garðar telur að vandamálið sé mun algengara en talið er. „Það var gott að fá þessa umræðu og að þetta hafi verið fín áminning fyrir knattspyrnuhreyfinguna alla á Íslandi. Enda finnst mér með öllu fáránlegt að það skuli vera hægt að veðja á leik í æfingamóti á Íslandi á erlendum vefsíðum, hvað þá að græða mikinn pening á úrslitum leikja sem geta aðeins talist eðlileg,“ segir hann og ítrekar að niðurstaðan í umræddum leik, 7-0 Þórs, hafi ekki vakið spurningar hjá honum. „Ég sá þennan leik. Við vorum einfaldlega illa mannaðir og úrslit leiksins eftir því.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði af og frá að félagið hefði hafnað beiðni KSÍ og að allir leikmenn liðsins hafi skrifað undir skjal þess efnis að þeir hafi ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu athæfi í tengslum við umræddan leik. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að vinna með KSÍ,“ ítrekar Aðalsteinn Ingi. Þórir bætir einnig við að dómarar leiksins hafi verið reiðubúnir að aðstoða við rannsókn málsins á sínum tíma.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30