Enski boltinn

Ramsey frá í mánuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramsey þurfti að fara af velli gegn Tottenham um helgina.
Ramsey þurfti að fara af velli gegn Tottenham um helgina. Vísir/Getty
Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey verður að öllum líkindum frá keppni í mánuð vegna aftan í læri. Ramsey meiddist í leiknum gegn Tottenham á laugardaginn og þurfti að fara af velli skömmu áður en flautað var til hálfleiks.

Ramsey mun því missa af deildarleikjum gegn Chelsea, Hull og Sunderland, leikjum gegn Galatasary og Anderlecht í Meistaradeild Evrópu, auk landsleikja Wales gegn Bosníu og Kýpur.

Enn er ekki vitað hversu lengi Mikel Arteta og Jack Wilshere verða frá vegna sinna meiðsla, en óvíst er hvort þeir geti tekið þátt í leikjunum gegn Galatasary á miðvikudaginn og gegn Chelsea á sunnudaginn.

Auk þessara þriggja eru þeir Oliver Giroud, Serge Gnabry, Yaya Sanogo, Nacho Monreal, Theo Walcott og Mathieu Debuchy á sjúkralistanum hjá Arsenal.


Tengdar fréttir

Jafntefli í Norður-Lundúnaslagnum

Arsenal og Tottenham skildu jöfn 1-1 í nágranaslagnum í Norður-Lundúnum í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

Wenger ósáttur | Sjáið mörkin

Arsene Wenger knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal var allt annað en sáttur við að lið hans hafi aðeins náð í eitt stig gegn Tottenham á heimavelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×