Samningar í skjóli pólitískra tengsla myllusteinn um háls ríkisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2014 21:16 Fyrrverandi fjármálaráðherra segir ýmislegt benda til þess að langtímaleigusamningar um fasteignir sem ríkissjóður gerði fyrir hrun við félög tengd Framsóknarflokknum, jaðri við að vera pólitísk spilling. Samningunum hefur verið líkt við myllusteina um háls ríkisins. Í bókinni Hamskiptunum eftir Inga Frey Vilhjálmsson er fjallað á einum stað um langtímaleigusamninga sem ríkissjóður gerði við fasteignafélög fyrir hrun. Árið 2004 var til dæmis gerður 25 ára óuppsegjanlegur leigusamningur við Íslenska aðalverktaka um húsnæði undir heilsugæslu í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar höfðu verið einkavæddir ári áður en Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafði bein afskipti af sölu fyrirtækisins. Baldri Guðlaugssyni lögfræðingi sem sat í einkavæðingarnefnd sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins blöskraði svo þessi afskipti Halldórs að hann lét bóka í fundargerð nefndarinnar að hann teldi afskipti Halldórs óeðlileg og að þau brytu gegn þeim reglum sem einkavæðingarnefnd bæri að starfa eftir. Jón Sveinsson, sem var fulltrúi Halldórs í einkavæðingarnefnd, hafði unnið náið með stjórnendum fyrirtækisins sem fengu að kaupa það af íslenska ríkinu vorið 2003. Hæstiréttur dæmdi þessa einkavæðingu ólögmæta árið 2008. Í Hamskiptunum, bók Inga Freys segir: „Þegar leigusamningurinn um 25 ára leiguna var gerður við Íslenska aðalverktaka árið 2004 voru þessar staðreyndir um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ekki opinberar. Með samningnum var Íslenskum aðalverktökum hins vegar afhent ávísun til 25 ára þar sem tekjur félagsins af húsnæðinu voru tryggðar út leigutímann. Framsóknarflokkurinn hafði ekki aðeins einkavætt Íslenska aðalverktaka upp í hendurnar átilteknum aðilum heldur einnig tryggt fyrirtækinu traustan langtímasamning um leigu á einni af fasteignum félagsins.“ Forsvarsmenn heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segja að „á tímum skertra fjárheimilda hafa leigusamningarnir því orðið myllusteinar á um háls stofnananna.“ Bæði dæmin, einkavæðingin og gerð leigusamninganna, eru dæmi um það sem á ensku nefnist „crony capitalism“ og hefur verið þýtt sem klíkukapítalismi á íslensku.Steingrímur J. Sigfússon lét skoða leigusamningana þegar hann var fjármálaráðherra. Hann segir að hendur ríkis hafi verið bundnar við óhagstæða samninga.Ríkissjóður gerði líka 25 ára leigusamninga við dótturfélag Íslenskra aðalverktaka um leigu á 5400 fermetra húsnæði í Borgum á Akureyri á árunum 2003 og 2004. Meðal þeirra stofnana sem enn leigja í húsinu vegna þessara samninga eru Háskólinn á Akureyri, Matís og Jafnréttisstofa. Ríkissjóður þykir greiða fáránlega háa leigu fyrir húsnæðið að mati forsvarsmanna stofnananna sem þar eru. Steingrímur J. Sigfússon lét skoða þessa samninga sérstaklega í ráðuneytinu þegar hann var fjármálaráðherra. „Þá kom í ljós að í sumum tilvikum gat ríkið ekki hreyft hönd né fót gagnvart leigusamningum sem gerðir höfðu verið ýmist um leigu á húsnæði eða jafnvel útvistun þjónustu sem ríkið var samningsbundið til að kaupa verðtryggt í löngum samningum, sumum óuppsegjanlegum. Þetta var auðvitað sérstaklega neyðarlegt þegar verið var að leggja stífar aðhaldskröfur á opinberan rekstur,“ segir Steingrímur.Telur þú að þessir samningar sem ríkissjóður gerði við dótturfélag ÍAV séu dæmi um pólitíska spillingu? „Ja, það er auðvitað ýmislegt sem bendir til þess og það hefur verið vel rakið af ýmsum aðilum. Hæstiréttur dæmdi auðvitað einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ólögmæta.“ Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra segir ýmislegt benda til þess að langtímaleigusamningar um fasteignir sem ríkissjóður gerði fyrir hrun við félög tengd Framsóknarflokknum, jaðri við að vera pólitísk spilling. Samningunum hefur verið líkt við myllusteina um háls ríkisins. Í bókinni Hamskiptunum eftir Inga Frey Vilhjálmsson er fjallað á einum stað um langtímaleigusamninga sem ríkissjóður gerði við fasteignafélög fyrir hrun. Árið 2004 var til dæmis gerður 25 ára óuppsegjanlegur leigusamningur við Íslenska aðalverktaka um húsnæði undir heilsugæslu í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar höfðu verið einkavæddir ári áður en Halldór Ásgrímsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafði bein afskipti af sölu fyrirtækisins. Baldri Guðlaugssyni lögfræðingi sem sat í einkavæðingarnefnd sem fulltrúi fjármálaráðuneytisins blöskraði svo þessi afskipti Halldórs að hann lét bóka í fundargerð nefndarinnar að hann teldi afskipti Halldórs óeðlileg og að þau brytu gegn þeim reglum sem einkavæðingarnefnd bæri að starfa eftir. Jón Sveinsson, sem var fulltrúi Halldórs í einkavæðingarnefnd, hafði unnið náið með stjórnendum fyrirtækisins sem fengu að kaupa það af íslenska ríkinu vorið 2003. Hæstiréttur dæmdi þessa einkavæðingu ólögmæta árið 2008. Í Hamskiptunum, bók Inga Freys segir: „Þegar leigusamningurinn um 25 ára leiguna var gerður við Íslenska aðalverktaka árið 2004 voru þessar staðreyndir um einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ekki opinberar. Með samningnum var Íslenskum aðalverktökum hins vegar afhent ávísun til 25 ára þar sem tekjur félagsins af húsnæðinu voru tryggðar út leigutímann. Framsóknarflokkurinn hafði ekki aðeins einkavætt Íslenska aðalverktaka upp í hendurnar átilteknum aðilum heldur einnig tryggt fyrirtækinu traustan langtímasamning um leigu á einni af fasteignum félagsins.“ Forsvarsmenn heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segja að „á tímum skertra fjárheimilda hafa leigusamningarnir því orðið myllusteinar á um háls stofnananna.“ Bæði dæmin, einkavæðingin og gerð leigusamninganna, eru dæmi um það sem á ensku nefnist „crony capitalism“ og hefur verið þýtt sem klíkukapítalismi á íslensku.Steingrímur J. Sigfússon lét skoða leigusamningana þegar hann var fjármálaráðherra. Hann segir að hendur ríkis hafi verið bundnar við óhagstæða samninga.Ríkissjóður gerði líka 25 ára leigusamninga við dótturfélag Íslenskra aðalverktaka um leigu á 5400 fermetra húsnæði í Borgum á Akureyri á árunum 2003 og 2004. Meðal þeirra stofnana sem enn leigja í húsinu vegna þessara samninga eru Háskólinn á Akureyri, Matís og Jafnréttisstofa. Ríkissjóður þykir greiða fáránlega háa leigu fyrir húsnæðið að mati forsvarsmanna stofnananna sem þar eru. Steingrímur J. Sigfússon lét skoða þessa samninga sérstaklega í ráðuneytinu þegar hann var fjármálaráðherra. „Þá kom í ljós að í sumum tilvikum gat ríkið ekki hreyft hönd né fót gagnvart leigusamningum sem gerðir höfðu verið ýmist um leigu á húsnæði eða jafnvel útvistun þjónustu sem ríkið var samningsbundið til að kaupa verðtryggt í löngum samningum, sumum óuppsegjanlegum. Þetta var auðvitað sérstaklega neyðarlegt þegar verið var að leggja stífar aðhaldskröfur á opinberan rekstur,“ segir Steingrímur.Telur þú að þessir samningar sem ríkissjóður gerði við dótturfélag ÍAV séu dæmi um pólitíska spillingu? „Ja, það er auðvitað ýmislegt sem bendir til þess og það hefur verið vel rakið af ýmsum aðilum. Hæstiréttur dæmdi auðvitað einkavæðingu Íslenskra aðalverktaka ólögmæta.“
Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira