Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í fyrradag að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals. Telpan var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Halldórsdóttur, lögfræðingi afans, er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá telpunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti í gær að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að afi hennar hafi flutt hana til Íslands með fölsuðum skilríkjum og til skoðunar eru ásakanir um að stúlkan gæti verið fórnarlamb mansals. Lögfræðingur afans baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því en segist vera undrandi á dómi Hæstaréttar. Hún segir ásakanir um ofbeldi og mansal vera alvarlegar og úr lausu lofti gripnar. Hinsvegar benda fyrirliggjandi upplýsingar sterklega til þess að stúlkan hafi búið við nokkra vanrækslu og að aðstæður á heimilinu hafi ekki verið viðunandi. Athygli vekur að auk telpunnar voru fjögur önnur börn á heimilinu, frændskystkini hennar, fædd 1995, 1997, 2005 og 2010. Í dómnum er meðal annars greint frá því að börnin hafi verið eftirlitslaus og að mikill barnsgrátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við háværa tónlist, öskur og köll. Tilkynningar bárust um að afinn hefði beitt telpuna, sem og aðra á heimilinu, ofbeldi og meðal annars barið hana með belti. Þá væri börnunum á heimilinu refsað með því að læsa þau inni á baðherbergi í margar klukkustundir samfleytt. Halldóra Dröfn Guðmundsdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að þegar alvarlegar tilkynningar berist sé hægt að út frá því að aðstæður allra barna á tilteknu heimli séu kannaðar. Andstætt máli telpunnar var ekki talin þörf á að fjarlægja hin börnin af heimilinu. Tengdar fréttir „Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Sjá meira
Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í fyrradag að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals. Telpan var flutt hingað til lands seinnihluta árs 2012 af móðurafa sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Halldórsdóttur, lögfræðingi afans, er um að ræða flóttafólk frá Haíti sem flúði hingað til lands eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi. Við komuna hingað vísaði afinn fram gögnum þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá telpunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamförunum. Fjölskyldan flutti inn til ættmenna sem búsett hafa verið hér á landi um nokkurt skeið á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hæstiréttur staðfesti í gær að stúlkan skyldi vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að afi hennar hafi flutt hana til Íslands með fölsuðum skilríkjum og til skoðunar eru ásakanir um að stúlkan gæti verið fórnarlamb mansals. Lögfræðingur afans baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði eftir því en segist vera undrandi á dómi Hæstaréttar. Hún segir ásakanir um ofbeldi og mansal vera alvarlegar og úr lausu lofti gripnar. Hinsvegar benda fyrirliggjandi upplýsingar sterklega til þess að stúlkan hafi búið við nokkra vanrækslu og að aðstæður á heimilinu hafi ekki verið viðunandi. Athygli vekur að auk telpunnar voru fjögur önnur börn á heimilinu, frændskystkini hennar, fædd 1995, 1997, 2005 og 2010. Í dómnum er meðal annars greint frá því að börnin hafi verið eftirlitslaus og að mikill barnsgrátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við háværa tónlist, öskur og köll. Tilkynningar bárust um að afinn hefði beitt telpuna, sem og aðra á heimilinu, ofbeldi og meðal annars barið hana með belti. Þá væri börnunum á heimilinu refsað með því að læsa þau inni á baðherbergi í margar klukkustundir samfleytt. Halldóra Dröfn Guðmundsdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að þegar alvarlegar tilkynningar berist sé hægt að út frá því að aðstæður allra barna á tilteknu heimli séu kannaðar. Andstætt máli telpunnar var ekki talin þörf á að fjarlægja hin börnin af heimilinu.
Tengdar fréttir „Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24 Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Sjá meira
„Algjörlega úr lausu lofti gripið" „Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal. 26. janúar 2014 16:24
Barn tekið af heimili sínu vegna gruns um ofbeldi og mansal Sex ára, frönskumælandi stúlka er nú vistuð utan heimilis síns á meðan alvarlegar ásakanir gegn forsjáraðila hennar eru kannaðar. Til skoðunar er hvort að stúlkan sé fórnarlamb mansals. 25. janúar 2014 19:11