Tvö kísilver og virkjun ákveðin á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2014 20:15 Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun. Grafík/Landsvirkjun. Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ákvarðanir um nærri eitthundrað milljarða króna framkvæmdir, þær mestu á Íslandi frá því stórframkvæmdunum lauk á Austurlandi, gætu legið fyrir í næsta mánuði. Landsvirkjun skýrði í marsmánuði frá því að fyrirtækið hefði undirritað orkusölusamninga vegna tveggja kísilvera, annars vegar í Helguvík á Suðurnesjum og hins vegar á Bakka við Húsavík, en báðir samningar voru þó með fyrirvörum. Þessir samningar kalla á miklar framkvæmdir í landinu á næstu árum, við tvær kísilverksmiðjur, eitt orkuver, háspennulínur, hafnargerð og vegagerð. Endanlegar ákvarðanir um allan pakkann gætu legið fyrir síðar í þessum mánuði og þeim næsta. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fyrirvara vegna Helguvíkur eigi að aflétta núna í maímánuði og stærstum hluta fyrirvara vegna Bakka eigi að aflétta í júnímánuði. Hann tekur þó fram að reynslan hafi kennt mönnum að svona ákvarðanir geti hliðrast um einhverja mánuði.Frá lóð kísilvers í Helguvík. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist þar í sumar.Mynd/Stöð 2.Líkur eru á að tólf milljarða framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist þegar í sumar, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Hörður segir að ekki þurfi að virkja sérstaklega vegna þess. Öðru máli gegnir um kísilver á Bakka en vegna þess hefur Landvirkjun ákveðið að virkja jarðgufu á Þeistareykjum. Áætlað er að saman kalli þetta á áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum. Frá Húsavík. Búist er við ákvörðun um kísilver á Bakka í næsta mánuði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Þeistareyjum verður í sumar unnið að vegalagningu og gerð grunns fyrir stöðvarhús. Hörður Arnarson segir að framkvæmdir þar fari þó ekki á fulla ferð fyrr en fyrirvörum hafi verið aflétt en unnið verði að þessum flýtiframkvæmdum í sumar. Spurður hvenær búast megi við að allt fari á fullt á Þeistareykjum svarar Hörður að ákvörðun um að ljúka virkjuninni muni væntanlega liggja fyrir í haust.Á Þeistareykjum verður unnið við stöðvarhússgrunn og vegagerð í sumar.Grafík/Landsvirkjun.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira