Viðskipti innlent

Guðbjörg Matthíasdóttir kaupir Íslensk Ameríska

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðbjörg Matthíasdóttir á ársfundi LÍÚ.
Guðbjörg Matthíasdóttir á ársfundi LÍÚ. VISIR/ANTON
Krist­inn ehf. hef­ur keypt allt hlutafé í ÍSAM ehf, betur þekkt sem Íslensk Ameríska.

Krist­inn ehf. er í eigu Guðbjarg­ar Matth­ía­sdótt­ur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum og eins aðaleiganda Árvakurs útgáfufélags Morgunblaðsins. Kaup­verðið er trúnaðar­mál.

Kaup­in eru gerð með fyrirvara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­litsins en þegar Vísir hafði samband hafði samrunakrafan ekki borist inn á borð til þeirra.

Selj­end­ur eru fjöl­skylda Bert Hanson en hann stofnaði félagið 15. apríl 1964 eftir að hann flutti til Íslands frá Bandaríkjunum með eiginkonu sinni Ragnheiði Jónasdóttur. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldunnar.

Tilgangur félagsins er inn og útflutningsverslun, umboðssala, framleiðsla og rekstur fasteigna. Forstjóri fyrirtækisins frá árinu 1980 hefur verið Egill Ágústsson.

Sýn Krist­ins ehf. á framtíð ÍSAM er í góðum sam­hljómi við áhersl­ur stjórn­enda og fyrri  eig­enda fé­lags­ins. Við vænt­um mik­ils af nýjum eigendum,“ seg­ir Egill.

Hjá ÍSAM starfa um 370 manns í dag en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir vörumerki á borð við Pampers, Gillette, Ariel, Pringles, Always, BKI, St. Dalfour, og Hershey‘s. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×