Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2014 11:51 "Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira