Pawel og RNH fá frelsisverðlaun SUS Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. maí 2014 10:13 Pawel Bartoszek fær verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ákveðið að veita þeim Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetri um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH, Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2014. Verðlaunin verða afhent í dag, föstudag, kl. 17:30 í Valhöll. Í tilkynningu frá SUS segir að verðlaunin hljóti einstaklingur og lögaðili sem að mati stjórnar sambandsins hafi aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi. Pawel Bartoszek fær verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. „Pistlaskrif Pawels hafa vakið verðskuldaða athygli og honum tekist að hafa mikil og góð áhrif á opinbera umræðu. Óhætt er að segja að frelsisunnendur eigi fáa eins góða málsvara og Pawel. Hann hefur verið óhræddur við að taka slaginn á opinberum vettvangi, sama hvort málstaðurinn teljist vera vinsæll eða óvinsæll, og er traustur málsvari einstaklingsfrelsisins. Pawel, sem er Íslendingur af pólskum uppruna, á einnig þakkir skildar fyrir skrif sín um æskuárin sín í Póllandi. Þar varpar hann á skemmtilegan hátt ljósi á kommúnistastjórn Wojceicj Jaruzelski, síðasta leiðtoga Alþýðuveldisins Póllands,“ segir í tilkynningunni. Um verðlaun RNH segir í tilkynningunni: „Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt var sett á fót árið 2009. Tilgangur RNH er að rannsaka hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin. RNH hefur staðið fyrir fjölmörgum ráðstefnum og erindum, og fengið til landsins marga erlenda fræðimenn og áhugamenn um frelsi til þess að flytja erindi fyrir Íslendinga um gildi frelsisins. Þá sinnir RNH einnig rannsóknastarfi á sviðum sem tengjast sköttum og tekjudreifingu, auðlindanýtingu og umhverfisvernd og nýsköpun og framkvæmdamenn. Auk þess hefur RNH fjallað á öflugan hátt um minningu fórnarlambanna, þeirra sem létust vegna alræðisstefna 20. aldar.“ Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007 en meðal fyrri verðlaunahafa eru Andri Snær Magnason, Margrét Pála Ólafsdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Samtökin '78 og Advice hópurinn. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ákveðið að veita þeim Pawel Bartoszek og Rannsóknarsetri um Nýsköpun og Hagvöxt, RNH, Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar 2014. Verðlaunin verða afhent í dag, föstudag, kl. 17:30 í Valhöll. Í tilkynningu frá SUS segir að verðlaunin hljóti einstaklingur og lögaðili sem að mati stjórnar sambandsins hafi aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi. Pawel Bartoszek fær verðlaunin fyrir áralanga frelsisbaráttu sína. „Pistlaskrif Pawels hafa vakið verðskuldaða athygli og honum tekist að hafa mikil og góð áhrif á opinbera umræðu. Óhætt er að segja að frelsisunnendur eigi fáa eins góða málsvara og Pawel. Hann hefur verið óhræddur við að taka slaginn á opinberum vettvangi, sama hvort málstaðurinn teljist vera vinsæll eða óvinsæll, og er traustur málsvari einstaklingsfrelsisins. Pawel, sem er Íslendingur af pólskum uppruna, á einnig þakkir skildar fyrir skrif sín um æskuárin sín í Póllandi. Þar varpar hann á skemmtilegan hátt ljósi á kommúnistastjórn Wojceicj Jaruzelski, síðasta leiðtoga Alþýðuveldisins Póllands,“ segir í tilkynningunni. Um verðlaun RNH segir í tilkynningunni: „Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt var sett á fót árið 2009. Tilgangur RNH er að rannsaka hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin. RNH hefur staðið fyrir fjölmörgum ráðstefnum og erindum, og fengið til landsins marga erlenda fræðimenn og áhugamenn um frelsi til þess að flytja erindi fyrir Íslendinga um gildi frelsisins. Þá sinnir RNH einnig rannsóknastarfi á sviðum sem tengjast sköttum og tekjudreifingu, auðlindanýtingu og umhverfisvernd og nýsköpun og framkvæmdamenn. Auk þess hefur RNH fjallað á öflugan hátt um minningu fórnarlambanna, þeirra sem létust vegna alræðisstefna 20. aldar.“ Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007 en meðal fyrri verðlaunahafa eru Andri Snær Magnason, Margrét Pála Ólafsdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Samtökin '78 og Advice hópurinn.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira