Ísland héldi yfirráðum yfir sjávarútvegi sínum Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. maí 2014 07:00 Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, Þóra Arnórsdóttir fundarstjóri, Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ og Henrik Bendixen, sérfræðingur hjá sendinefnd ESB. Fréttablaðið/Vilhelm Sérfræðingar sem ræddu mögulega stöðu sjávarútvegs á Íslandi kæmi til aðildar landsins að ESB í gær greindi ekki á um að í þeim efnum yrði landið skilgreint sjálfstjórnarsvæði. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands útvegsmanna (LÍÚ), benti þó á að allt væri í heiminum breytingum háð og að tryggja þyrfti landinu algjör yfirráð á mjög víðtækum grunni. Auk Kolbeins veltu vöngum á málfundi sem Evrópustofa stóð fyrir í Víkinni – sjóminjasafni Reykjavíkur í hádeginu í gær, Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans og Bjarni Már Magnússon, lektor við Háskólann í Reykjavík. Þeir eru höfundar sjávarútvegskafla tveggja skýrslna sem komu út í vetur um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Gunnar skrifaði kaflann í skýrslu Hagfræðistofnunar og Bjarni Már í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskólans. Þá tók þátt í umræðum Henrik Bendixen, sérfræðingur í sjávarútvegi hjá sendinefnd ESB á Íslandi. Hann áréttaði í máli sínu mikilvægi þess að ítarleg umræða færi fram um stöðu sjávarútvegsins í tengslum við mögulega aðild að ESB. Þá væri eina leiðin til að leiða fram afstöðu ESB í álitamálum að ljúka viðræðum. Hans persónulega skoðun væri hins vegar að hvað viðræðurnar sjálfar varðaði þá hafi staða mála hins vegar viljað bjagast í almennri umræðu.Ráðum meðan ekki hallar á grunngildi ESB Hann sagði sérfræðinga Evrópusambandsins hafi lítil vandkvæði getað séð á kaflanum um sjávarútvegsmál eftir ítarlega kynningu íslenskra sérfræðinga út í Brussel. Helstu vandamál annarra landa í þessum efnum hafi verið veikburða stjórnsýsla, en hér væri við lýði eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi heims. Augljóst væri að íslenska svæðið yrði sjálfsstjórnarsvæði og engin ástæða væri til að ætla að Evrópusambandið hefði afskipti af ákvörðunum sem hér yrðu teknar um úthlutun aflaheimilda. „Íslendingar gætu hagað sínum málum eftir eigin höfði, svo fremi sem það gengi ekki gegn grunngildum sambandsins,“ sagði hann. „Vegna þess að Ísland er ekki í ESB þá eru í sambandinu ekki til neinar reglur um hafsvæði Íslands. Ákveðið eins mikið og hægt er á meðan á viðræðum stendur til þess að þetta liggi fyrir komi að aðild.“ Kolbeinn áréttaði að nálgun LÍÚ hafi verið sú að nálgast viðræðurnar við ESB á sem uppbyggilegastan máta og vinna að því að sem hagfelldust niðurstaða fengist úr því ferli sem hafið var, færi svo að Íslendingar vildu ganga í Evrópusambandið. „Um leið hefur náttúrulega ekki verið neinn vilji hjá samtökunum til aðildar. Það er enn afstaða LÍÚ,“ sagði hann og kvað í báðum Evrópuskýrslunum, frá Hagfræðistofnun og Alþjóðamálastofnun, að finna rök sem leiði til þeirrar rökréttu niðurstöðu. Óþarfi sé að ganga lengra í samningum því útséð sé um það að innan ESB hefði Ísland full yfirráð yfir samningum um markaðssvæði eða um veiðar úr flökkustofnum. Við bætist svo hlutir eins og að hér sé erlend fjárfesting í sjávarútvegi óheimil, sem samrýmist ekki grunnreglum ESB. Þá færi illa saman ríkisstuðningur við sjávarútveg sem viðgengist í Evrópulöndum og kerfið sem hér er við lýði.Ráð eru til við kvótaflakki Kolbeinn sagði ljóst að aðild að Evrópusambandinu fylgdu bæði kostir og gallar og enn vægju fyrirsjáanlegir gallar þyngra en ábati sem kynni að fylgja hlutum á borð við nýjan gjaldmiðil, niðurfellingu tolla og aukinn aðgang að markaðssvæðum. Deilur um flökkustofna endurspegluðu stöðuna ágætlega, Ísland hefði engan makrílkvóta fengið hefði það verið aðili að ESB, enda ekki með veiðireynslu úr stofninum. Henrik Bendixen benti í máli sínu á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virtust standa afar vel í samkeppni, en teldu þau á sig hallað vegna ríkisstuðnings annarra þá gætu þau nú þegar farið með þau umkvörtunarefni fyrir evrópudómstóla. Þá benti hann á að gengi Ísland í ESB þá myndi landið halda veiðirétti úr stofnum á borð við makríl, jafnvel þótt fiskurinn tæki upp á því að virða ekki landamæri og synti aftur út úr íslenskri lögsögu. Kvótaflakk væri svo vandamál sem önnur lönd hafi tekið á með ágætum hætti og ljóst að tryggja mætti að kvóti héldist í íslensku hagkerfi. „Svo hef ég aldrei skilið við vandamálið við erlenda fjárfestingu. Íslensk fyrirtæki fjárfesta í sjávarútvegi víða um heim og staða sjávarútvegs er svo sterk á Íslandi, svo sterk að hugaðan fjárfesti þyrfti til að ætla sér að hasla sér völl í þeim geira á Íslandi,“ sagði hann og bætti við að hann hefði heldur aldrei áttað sig á því hvaða vandamál væru því tengd að útlendingar fjárfestu í sjávarútvegi hér og efldu með því atvinnuuppbyggingu. Fréttaskýringar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Sérfræðingar sem ræddu mögulega stöðu sjávarútvegs á Íslandi kæmi til aðildar landsins að ESB í gær greindi ekki á um að í þeim efnum yrði landið skilgreint sjálfstjórnarsvæði. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands útvegsmanna (LÍÚ), benti þó á að allt væri í heiminum breytingum háð og að tryggja þyrfti landinu algjör yfirráð á mjög víðtækum grunni. Auk Kolbeins veltu vöngum á málfundi sem Evrópustofa stóð fyrir í Víkinni – sjóminjasafni Reykjavíkur í hádeginu í gær, Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans og Bjarni Már Magnússon, lektor við Háskólann í Reykjavík. Þeir eru höfundar sjávarútvegskafla tveggja skýrslna sem komu út í vetur um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Gunnar skrifaði kaflann í skýrslu Hagfræðistofnunar og Bjarni Már í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskólans. Þá tók þátt í umræðum Henrik Bendixen, sérfræðingur í sjávarútvegi hjá sendinefnd ESB á Íslandi. Hann áréttaði í máli sínu mikilvægi þess að ítarleg umræða færi fram um stöðu sjávarútvegsins í tengslum við mögulega aðild að ESB. Þá væri eina leiðin til að leiða fram afstöðu ESB í álitamálum að ljúka viðræðum. Hans persónulega skoðun væri hins vegar að hvað viðræðurnar sjálfar varðaði þá hafi staða mála hins vegar viljað bjagast í almennri umræðu.Ráðum meðan ekki hallar á grunngildi ESB Hann sagði sérfræðinga Evrópusambandsins hafi lítil vandkvæði getað séð á kaflanum um sjávarútvegsmál eftir ítarlega kynningu íslenskra sérfræðinga út í Brussel. Helstu vandamál annarra landa í þessum efnum hafi verið veikburða stjórnsýsla, en hér væri við lýði eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi heims. Augljóst væri að íslenska svæðið yrði sjálfsstjórnarsvæði og engin ástæða væri til að ætla að Evrópusambandið hefði afskipti af ákvörðunum sem hér yrðu teknar um úthlutun aflaheimilda. „Íslendingar gætu hagað sínum málum eftir eigin höfði, svo fremi sem það gengi ekki gegn grunngildum sambandsins,“ sagði hann. „Vegna þess að Ísland er ekki í ESB þá eru í sambandinu ekki til neinar reglur um hafsvæði Íslands. Ákveðið eins mikið og hægt er á meðan á viðræðum stendur til þess að þetta liggi fyrir komi að aðild.“ Kolbeinn áréttaði að nálgun LÍÚ hafi verið sú að nálgast viðræðurnar við ESB á sem uppbyggilegastan máta og vinna að því að sem hagfelldust niðurstaða fengist úr því ferli sem hafið var, færi svo að Íslendingar vildu ganga í Evrópusambandið. „Um leið hefur náttúrulega ekki verið neinn vilji hjá samtökunum til aðildar. Það er enn afstaða LÍÚ,“ sagði hann og kvað í báðum Evrópuskýrslunum, frá Hagfræðistofnun og Alþjóðamálastofnun, að finna rök sem leiði til þeirrar rökréttu niðurstöðu. Óþarfi sé að ganga lengra í samningum því útséð sé um það að innan ESB hefði Ísland full yfirráð yfir samningum um markaðssvæði eða um veiðar úr flökkustofnum. Við bætist svo hlutir eins og að hér sé erlend fjárfesting í sjávarútvegi óheimil, sem samrýmist ekki grunnreglum ESB. Þá færi illa saman ríkisstuðningur við sjávarútveg sem viðgengist í Evrópulöndum og kerfið sem hér er við lýði.Ráð eru til við kvótaflakki Kolbeinn sagði ljóst að aðild að Evrópusambandinu fylgdu bæði kostir og gallar og enn vægju fyrirsjáanlegir gallar þyngra en ábati sem kynni að fylgja hlutum á borð við nýjan gjaldmiðil, niðurfellingu tolla og aukinn aðgang að markaðssvæðum. Deilur um flökkustofna endurspegluðu stöðuna ágætlega, Ísland hefði engan makrílkvóta fengið hefði það verið aðili að ESB, enda ekki með veiðireynslu úr stofninum. Henrik Bendixen benti í máli sínu á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virtust standa afar vel í samkeppni, en teldu þau á sig hallað vegna ríkisstuðnings annarra þá gætu þau nú þegar farið með þau umkvörtunarefni fyrir evrópudómstóla. Þá benti hann á að gengi Ísland í ESB þá myndi landið halda veiðirétti úr stofnum á borð við makríl, jafnvel þótt fiskurinn tæki upp á því að virða ekki landamæri og synti aftur út úr íslenskri lögsögu. Kvótaflakk væri svo vandamál sem önnur lönd hafi tekið á með ágætum hætti og ljóst að tryggja mætti að kvóti héldist í íslensku hagkerfi. „Svo hef ég aldrei skilið við vandamálið við erlenda fjárfestingu. Íslensk fyrirtæki fjárfesta í sjávarútvegi víða um heim og staða sjávarútvegs er svo sterk á Íslandi, svo sterk að hugaðan fjárfesti þyrfti til að ætla sér að hasla sér völl í þeim geira á Íslandi,“ sagði hann og bætti við að hann hefði heldur aldrei áttað sig á því hvaða vandamál væru því tengd að útlendingar fjárfestu í sjávarútvegi hér og efldu með því atvinnuuppbyggingu.
Fréttaskýringar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira