Ofbeldi gegn kennurum eykst Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Nemendur hafa notað síma sína til að egna kennara. Nordicphotos/AFP Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira