Enski boltinn

Suárez má ekki æfa á meðan banninu stendur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Luis Suárez í leik Úrúgvæ og Englands.
Luis Suárez í leik Úrúgvæ og Englands. Vísir/Getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA staðfesti í dag að Luis Suárez væri ekki heimilt að taka þátt í æfingum með félagsliði sínu á meðan hann tekur út fjögurra mánaða keppnisbann fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ.

Formaður aganefndar FIFA, Claudio Sulser, taldi í viðtölum að það væri óhóflegt að banna leikmanninum að æfa með liði sínu. Ítrekaði knattspyrnusambandið hinsvegar í dag  að Suárez væri óheimilt að taka þátt í öllum knattspyrnutengdum atburðum, meðal annars æfingum.

„Við neyðumst til þess að staðfesta að honum er bannað að taka þátt í öllum knattspyrntengdum viðburðum og fyrir vikið er honum óheimilt að æfa með félagsliði sínu hvert sem það verður,“ sagði talskona FIFA en Suárez hefur sterklega orðaður við Barcelona undanfarnar vikur.

Talið er að gengið verði frá félagsskiptum Suárez til Barcelona um helgina en FIFA hefur staðfest að honum sé heimilt að skipta um félag á meðan banninu stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×