Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2014 17:19 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira