Flutningar með hvalkjöt: Ekkert gefið upp um hvort gripið verði til aðgerða Hrund Þórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 20:00 Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel. Máritíus Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel.
Máritíus Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira