Hvert lag öðru fegurra Jónas Sen skrifar 18. desember 2014 12:30 Í ást sólar Tónlist Í ást sólar Íslensk sönglög flutt af Hallveigu Rúnarsdóttur og Árna Heimi Ingólfssyni SmekkleysaÍslensku sönglögin eru gríðarlega mörg, og sum eru snilld. Um það bera vitni óteljandi tónleikar og geisladiskar. Ég held samt að þau hafi sjaldan hljómað eins fallega og á geisladiskinum Í ást sólar með Hallveigu Rúnarsdóttur sópran og Árna Heimi Ingólfssyni píanóleikara. Tónlistin er óvanalega vel valin. Hvert lag er öðru fallegra. Þarna eru perlur eftir Jón Leifs, m.a. Vögguvísa og Vertu Guð faðir, faðir minn. Einnig eru á diskinum einstaklega skemmtileg lög úr Sjálfstæðu fólki eftir Atla Heimi Sveinsson. Svo er þarna mögnuð tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Huga Guðmundsson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Pál Ísólfsson.Hallveig Rúnarsdóttir „Það er hreinlega unaður að hlusta á hana syngja,” að mati Jónasar Sen.Fréttablaðið/GVA Hallveig syngur af fáheyrðri alúð, næmri tilfinningu fyrir skáldskapnum og af tæknilegum yfirburðum. Söngurinn er bjartur og hreinn, næstum barnslegur. Það er hreinlega unaður að hlusta á hana syngja. Ekki síðri er píanóleikur Árna Heimis. Hann er fagurlega mótaður, mjúkur og dreymandi, en þróttmikill og snarpur þegar við á. Þetta er himneskur geisladiskur.Niðurstaða: Lögin eru valin af smekkvísi og flutningurinn er í hæstu hæðum. Gagnrýni Menning Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist Í ást sólar Íslensk sönglög flutt af Hallveigu Rúnarsdóttur og Árna Heimi Ingólfssyni SmekkleysaÍslensku sönglögin eru gríðarlega mörg, og sum eru snilld. Um það bera vitni óteljandi tónleikar og geisladiskar. Ég held samt að þau hafi sjaldan hljómað eins fallega og á geisladiskinum Í ást sólar með Hallveigu Rúnarsdóttur sópran og Árna Heimi Ingólfssyni píanóleikara. Tónlistin er óvanalega vel valin. Hvert lag er öðru fallegra. Þarna eru perlur eftir Jón Leifs, m.a. Vögguvísa og Vertu Guð faðir, faðir minn. Einnig eru á diskinum einstaklega skemmtileg lög úr Sjálfstæðu fólki eftir Atla Heimi Sveinsson. Svo er þarna mögnuð tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Huga Guðmundsson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Pál Ísólfsson.Hallveig Rúnarsdóttir „Það er hreinlega unaður að hlusta á hana syngja,” að mati Jónasar Sen.Fréttablaðið/GVA Hallveig syngur af fáheyrðri alúð, næmri tilfinningu fyrir skáldskapnum og af tæknilegum yfirburðum. Söngurinn er bjartur og hreinn, næstum barnslegur. Það er hreinlega unaður að hlusta á hana syngja. Ekki síðri er píanóleikur Árna Heimis. Hann er fagurlega mótaður, mjúkur og dreymandi, en þróttmikill og snarpur þegar við á. Þetta er himneskur geisladiskur.Niðurstaða: Lögin eru valin af smekkvísi og flutningurinn er í hæstu hæðum.
Gagnrýni Menning Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira