Magnaðar tónahugleiðslur Jónas Sen skrifar 18. desember 2014 16:00 525 Tónlist: 525 Gunnar Gunnarsson ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Þorgrími Jónssyni Dimma 525 er ekki sérlega krassandi titill á geisladiski. 666 myndi vekja miklu meiri athygli. En 525 hefur líka merkingu, mun háleitari. Sálmur nr. 525 í sálmabók kirkjunnar er friðarbæn Páls Kolka, Til þín, Drottinn hnatta og heima. Við hana samdi Þorkell Sigurbjörnsson undurfagurt lag. Það er að finna á geisladiski Gunnars Gunnarssonar, sem er m.a. organisti Fríkirkjunnar. Þetta er samt ekki sálmadiskur í venjulegum skilningi. Gunnar hefur áður vakið athygli fyrir óhefðbundnar djassútsetningar á íslenskum sálmum og diskurinn nú er einmitt í þeim anda . Þarna eru tvö lög úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar. Ég hef ekki heyrt passíuna sjálfa, en lögin hér hljóma ákaflega fallega. Þau eru þýð og yfir þeim er heillandi ferskleiki. Hið magnaða lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiði, Allt eins og blómstrið eina, kemur líka prýðilega út í útsetningu Gunnars. Lagið er grípandi og útsetningin er látlaus og innhverf. Hún er nánast eins og hugleiðsla í stofunni heima eftir að hafa séð óperuna á sviði. Það er mögnuð upplifun. Aðdáunarvert er hversu Gunnari tekst að gera lögin að sínum, án þess að stela þeim. Lögin eru allskonar, hinn fyrrnefndi sálmur nr. 525, einnig Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi Sveinsson, Hinsta kveðja eftir Sigurð Flosason og fleira. En persónuleiki Gunnars er í þeim öllum. Maður fær nýja sýn á lögin, akkúrat eins og góð útsetning á að framkalla. Hljóðfæraleikurinn á geisladiskinum er flottur. Gunnar spilar af unaðslegri litfegurð á píanóið, Ásgeir Ásgeirsson er innblásinn á gítarinn og kontrabassaleikur Þorgríms Jónssonar er kvikur og áleitinn. Það gerist varla betra.Niðurstaða: Einstaklega heillandi djassútsetningar og flutningur á nokkrum perlum íslenskra sálmatónbókmennta. Gagnrýni Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist: 525 Gunnar Gunnarsson ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Þorgrími Jónssyni Dimma 525 er ekki sérlega krassandi titill á geisladiski. 666 myndi vekja miklu meiri athygli. En 525 hefur líka merkingu, mun háleitari. Sálmur nr. 525 í sálmabók kirkjunnar er friðarbæn Páls Kolka, Til þín, Drottinn hnatta og heima. Við hana samdi Þorkell Sigurbjörnsson undurfagurt lag. Það er að finna á geisladiski Gunnars Gunnarssonar, sem er m.a. organisti Fríkirkjunnar. Þetta er samt ekki sálmadiskur í venjulegum skilningi. Gunnar hefur áður vakið athygli fyrir óhefðbundnar djassútsetningar á íslenskum sálmum og diskurinn nú er einmitt í þeim anda . Þarna eru tvö lög úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar. Ég hef ekki heyrt passíuna sjálfa, en lögin hér hljóma ákaflega fallega. Þau eru þýð og yfir þeim er heillandi ferskleiki. Hið magnaða lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiði, Allt eins og blómstrið eina, kemur líka prýðilega út í útsetningu Gunnars. Lagið er grípandi og útsetningin er látlaus og innhverf. Hún er nánast eins og hugleiðsla í stofunni heima eftir að hafa séð óperuna á sviði. Það er mögnuð upplifun. Aðdáunarvert er hversu Gunnari tekst að gera lögin að sínum, án þess að stela þeim. Lögin eru allskonar, hinn fyrrnefndi sálmur nr. 525, einnig Haustvísur til Máríu eftir Atla Heimi Sveinsson, Hinsta kveðja eftir Sigurð Flosason og fleira. En persónuleiki Gunnars er í þeim öllum. Maður fær nýja sýn á lögin, akkúrat eins og góð útsetning á að framkalla. Hljóðfæraleikurinn á geisladiskinum er flottur. Gunnar spilar af unaðslegri litfegurð á píanóið, Ásgeir Ásgeirsson er innblásinn á gítarinn og kontrabassaleikur Þorgríms Jónssonar er kvikur og áleitinn. Það gerist varla betra.Niðurstaða: Einstaklega heillandi djassútsetningar og flutningur á nokkrum perlum íslenskra sálmatónbókmennta.
Gagnrýni Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira