Innlent

Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jónína Guðrún Óskarsdóttir, Jóhanna Kristín Hauksdóttir og Viðar Jónsson við bryggjuhúsið á Fáskrúðsfirði.
Jónína Guðrún Óskarsdóttir, Jóhanna Kristín Hauksdóttir og Viðar Jónsson við bryggjuhúsið á Fáskrúðsfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Nei, það er sko enginn brandari að fólk ætli að selja norðurljósin. Fáskrúðsfirðingarnir Jónína Guðrún Óskarsdóttir, Jóhanna Kristín Hauksdóttir og Viðar Jónsson stefna að því að gera gamalt bryggjuhús í Búðaþorpi að norðurljósahúsi. 

Hugmyndina að norðurljósasetri kveðst Viðar hafa fengið lánaða frá vini sínum, Stöðfirðingnum og knattspyrnukappanum Ívari Ingimarssyni, og Viðar vildi tengja setrið ljósmyndum þeirra Jónínu og Jóhönnu, sem hafa birst í fjölmiðlum víða um heim. Þær segja fegurð norðurljósanna í Fáskrúðsfirði hafa kveikt áhuga þeirra á að ljósmynda norðurljós, norðurljósin í Fáskrúðsfirði magnist upp í fjallafegurð.

Þau eiga í viðræðum við Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði um að fá bryggjuhúsið til afnota, sem þau telja henta vel sem norðurljósahús. Þetta verður meðal þess sem fjallað verður um í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á þriðjudag, sem er um Fáskrúðsfjörð. Rætt var við þau í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Norðurljós í Fáskrúðsfirði.Mynd/Jóhanna Kristín Hauksdóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×