Enn reynir á Schumacher-fjölskylduna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2014 12:18 Michael og Ralf Schumacher Vísir/Getty Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin. Þýska blaðið Closer segir frá því í dag að Ralf Schumacher, 39 ára bróðir Michael, hafi nú einungis samband við eiginkonu sína Coru í gegnum lögfræðinga. Bild er einnig með fréttir af skilnaði Ralf en hann og eiginkona hans bítast nú um þær 100 milljónir evra sem Ralf hefur unnið sér inn, húsin þeirra í Þýskalandi, Austurríki og Frakklandi sem og forræðið yfir 13 ára syni þeirra David. Ralf Schumacher er sex árum yngri en Michael og keppti á sínum tíma fyrir formúluliðin Jordan, Williams og Toyota en best náði hann fjórða sæti í keppni ökumanna 2001 og 2002 þegar hann keppti fyrir BMW Williams. Cora-Caroline Brinkmann hefur verið eiginkona Ralf Schumacher síðan 2001 en hún vann sem fyrirsæta. Þau eignuðust drenginn í október 2001 eða tæpum mánuði eftir að þau giftu sig. Formúla Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin. Þýska blaðið Closer segir frá því í dag að Ralf Schumacher, 39 ára bróðir Michael, hafi nú einungis samband við eiginkonu sína Coru í gegnum lögfræðinga. Bild er einnig með fréttir af skilnaði Ralf en hann og eiginkona hans bítast nú um þær 100 milljónir evra sem Ralf hefur unnið sér inn, húsin þeirra í Þýskalandi, Austurríki og Frakklandi sem og forræðið yfir 13 ára syni þeirra David. Ralf Schumacher er sex árum yngri en Michael og keppti á sínum tíma fyrir formúluliðin Jordan, Williams og Toyota en best náði hann fjórða sæti í keppni ökumanna 2001 og 2002 þegar hann keppti fyrir BMW Williams. Cora-Caroline Brinkmann hefur verið eiginkona Ralf Schumacher síðan 2001 en hún vann sem fyrirsæta. Þau eignuðust drenginn í október 2001 eða tæpum mánuði eftir að þau giftu sig.
Formúla Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira