Bryan Cranston leikur spæjara Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 14:30 Bryan Cranston Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston leikur aðalhlutverkið í nýjum spennutrylli, The Infiltrator. Leikstjóri The Lincoln Lawyer, Brad Furman, leikstýrir en þeir tveir urðu góðir vinir við tökur á Lincoln Lawyer. Myndin er sakamálatryllir byggð á sjálfsævisögu Roberts Mazur. Cranston mun leika tollvörðinn Mazur sem hafði einnig dulnefnið Bob Musella og laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu. Tökur hefjast í janúar á næsta ári í Lundúnum, París og Flórída. Myndin er fyrsta mynd útgáfufyrirtækisins Good Films en í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækið muni einsetja sér að framleiða „gáfulegar, skrautlegar, frumlegar og einlægar myndir“. Fyrirtækið mun leggja áherslu á sögur sem eru „áhugaverðar fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum“. Meðal þeirra sem fyrirtækið mun vinna með eru rithöfundarnir James Patterson og Liza Marklund en leikstjórinn Everado Gout mun sjá um að gera mynd eftir bók þeirra The Postcard Killers. Aðrar kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá Good Films eru Invisible, byggð á verki eftir leikritaskáldið Tena Stivicic, When a Crocodile Eats the Sun, eftir bók blaðamannsins Peters Godwin, What I Love, eftir bók Siri Hustvedt, og Labyrinth, eftir bók Rolling Stone-blaðamannsins Randalls Sullivan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston leikur aðalhlutverkið í nýjum spennutrylli, The Infiltrator. Leikstjóri The Lincoln Lawyer, Brad Furman, leikstýrir en þeir tveir urðu góðir vinir við tökur á Lincoln Lawyer. Myndin er sakamálatryllir byggð á sjálfsævisögu Roberts Mazur. Cranston mun leika tollvörðinn Mazur sem hafði einnig dulnefnið Bob Musella og laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu. Tökur hefjast í janúar á næsta ári í Lundúnum, París og Flórída. Myndin er fyrsta mynd útgáfufyrirtækisins Good Films en í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækið muni einsetja sér að framleiða „gáfulegar, skrautlegar, frumlegar og einlægar myndir“. Fyrirtækið mun leggja áherslu á sögur sem eru „áhugaverðar fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum“. Meðal þeirra sem fyrirtækið mun vinna með eru rithöfundarnir James Patterson og Liza Marklund en leikstjórinn Everado Gout mun sjá um að gera mynd eftir bók þeirra The Postcard Killers. Aðrar kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá Good Films eru Invisible, byggð á verki eftir leikritaskáldið Tena Stivicic, When a Crocodile Eats the Sun, eftir bók blaðamannsins Peters Godwin, What I Love, eftir bók Siri Hustvedt, og Labyrinth, eftir bók Rolling Stone-blaðamannsins Randalls Sullivan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira