Lífið

Leikhús í bíó

a streetcar named desire
a streetcar named desire
Bíó Paradís frumsýnir í dag nýja uppfærslu af verki Tennessee Williams, A Streetcar named Desire. Um er að ræða uppfærslu Young Vic leikhússins á verkinu en því var leikstýrt af Benedict Andrews.

Benedict er margverðlaunaður fyrir leikstjórn víða um heim og fékk Grímuverðlaunin íslensku árið 2011 og 2012 fyrir uppsetningar í Þjóðleikhúsinu á Macbeth og Lé konungi.

Leikritið var frumsýnt í London á dögunum og fékk góðar viðtökur gagnrýnenda. Með aðalhlutverk fara Gillian Anderson úr X-Files, Ben Foster og Vanessa Kirby.

Að lokinni sýningu mun leikarinn Atli Rafn Sigurðarson spjalla við Benedict um verkið, sýningin hefst klukkan 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×