Lífið

Konunglegir tvíburar á leiðinni

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Charlene og Albert eiga von á tvíburum.
Charlene og Albert eiga von á tvíburum. vísir/getty
Albert Mónakóprins og eiginkona hans Charlene prinsessa eiga von á tvíburum, en þau staðfestu það í viðtali við tímaritið Hello! á miðvikudag.

Þau tilkynntu í maí að þau ættu von á erfingja, en þetta eru fyrstu börn fyrrverandi ólympíusundkonunnar Charlene. Fyrir á Albert tvö börn úr fyrri samböndum, dótturina Jazmin Grace og soninn Alexandre.

Ekki er ljóst hvor tvíburinn muni erfa krúnuna, en samkvæmt reglunum mun fyrri tvíburinn sem fæðist erfa hana. Hins vegar ef fyrri tvíburinn er stúlka og sá síðari drengur mun krúnan koma í hans hlut. Þar sem fyrri börn Alberts eru fædd utan hjónabands mun hvorugt þeirra erfa krúnuna.

Albert prins og Charlene giftu sig árið 2011 rétt fyrir utan London við stjörnum prýdda athöfn, en tuttugu ára aldursmunur er á þeim hjónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×