Skipulagði smygl innan úr fangelsinu Hanna Ólafsdóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Maður var að afplána dóm á Kvíabryggu þegar hann var handtekinn vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi og dreifingu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fangi á Kvíabryggju var handtekinn af lögreglu í lok síðasta mánaðar vegna gruns um aðild að skipulagningu, fjármögnun og innflutningi á fíkniefnum til landsins. Alls voru fjórir karlmenn handteknir og settir í gæsluvarðhald í tengslum við málið. Handtakan var þáttur í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu sem lagði hald á um hálft kíló af amfetamíni við rannsókn, en við húsleit var einnig lagt hald á MDMA, stera og umtalsverða peningafjárhæð sem er talin vera til komin vegna fíkniefnasölu. Fangar á Kvíabryggju hafa aðgang að interneti og er frjálst að hafa farsíma sem þeir þurfa þó að skila til fangavarða fyrir nóttina. Tugur manna var yfirheyrður vegna málsins sem telst nú upplýst. Maðurinn sem er 27 ára gamall á sakaferil sem nær aftur til 2003 og hefur ítrekað komið áður við sögu lögreglu. Hann var að taka út dóm fyrir fíkniefna-, vopna- og umferðarbrot á Kvíabryggju þegar lögreglan handtók hann vegna brotanna. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir ekkert einsdæmi að fangi sé tekinn við glæpsamlegt athæfi innan fangelsismúra og að slík brot séu alltaf litin alvarlegum augum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að það komi fyrir annað slagið að fangar verði uppvísir að lögbrotum innan fangelsisins. Slíkt hafi áhrif á framgang í refsivistinni. Fangar sem brjóta af sér eru ýmist settir í gæsluvarðhald eða lokað fangelsi og missi öll fríðindi. „Þetta hefur auðvitað áhrif á framgang í refsivistinni. Þetta hefur áhrif á dagleyfi, reynslulausn, vistunarstað og svo framvegis. Ef upp koma grunsemdir um að fangi sé að gera eitthvað af sér fara þær upplýsingar beinustu leið til lögreglu og við gerum þá okkar besta til að aðstoða lögreglu við að upplýsa brot,“ segir Páll. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Fangi á Kvíabryggju var handtekinn af lögreglu í lok síðasta mánaðar vegna gruns um aðild að skipulagningu, fjármögnun og innflutningi á fíkniefnum til landsins. Alls voru fjórir karlmenn handteknir og settir í gæsluvarðhald í tengslum við málið. Handtakan var þáttur í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu sem lagði hald á um hálft kíló af amfetamíni við rannsókn, en við húsleit var einnig lagt hald á MDMA, stera og umtalsverða peningafjárhæð sem er talin vera til komin vegna fíkniefnasölu. Fangar á Kvíabryggju hafa aðgang að interneti og er frjálst að hafa farsíma sem þeir þurfa þó að skila til fangavarða fyrir nóttina. Tugur manna var yfirheyrður vegna málsins sem telst nú upplýst. Maðurinn sem er 27 ára gamall á sakaferil sem nær aftur til 2003 og hefur ítrekað komið áður við sögu lögreglu. Hann var að taka út dóm fyrir fíkniefna-, vopna- og umferðarbrot á Kvíabryggju þegar lögreglan handtók hann vegna brotanna. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir ekkert einsdæmi að fangi sé tekinn við glæpsamlegt athæfi innan fangelsismúra og að slík brot séu alltaf litin alvarlegum augum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að það komi fyrir annað slagið að fangar verði uppvísir að lögbrotum innan fangelsisins. Slíkt hafi áhrif á framgang í refsivistinni. Fangar sem brjóta af sér eru ýmist settir í gæsluvarðhald eða lokað fangelsi og missi öll fríðindi. „Þetta hefur auðvitað áhrif á framgang í refsivistinni. Þetta hefur áhrif á dagleyfi, reynslulausn, vistunarstað og svo framvegis. Ef upp koma grunsemdir um að fangi sé að gera eitthvað af sér fara þær upplýsingar beinustu leið til lögreglu og við gerum þá okkar besta til að aðstoða lögreglu við að upplýsa brot,“ segir Páll.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira