Írska smjörfjallið fer allt í kálfafóður Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2014 07:00 Írska smjörfjallið er geymt í frystigeymslu á Akureyri sem er ekki í eigu MS mynd/auðunn níelsson Enn eru eftir um 32 tonn af írska smjörinu sem Mjólkursamsalan flutti inn til landsins fyrir jólin í fyrra vegna mögulegs skorts á smjöri. Smjörfjallið er geymt í frystigeymslu á Akureyri og mun fljótlega fara í gerð kálfafóðurs. 90 tonn af smjöri voru flutt inn til landsins fyrir jólin í fyrra í þremur gámum. „Þetta er það sem eftir er af þessu erlenda smjöri, við eigum ekki erlent smjör á lager annars staðar á landinu,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar. Ein pakkning af Smjörva frá MS er 400 grömm að þyngd. Þrír fjórðu hlutar smjörvans er hreint smjör en fjórðungur er óhert vítamínbætt rapsolía. Því hefðu þessar írsku umframbirgðir af smjöri geta nýst í rúmar 106 þúsund pakkningar af Smjörva. Til samanburðar eru um 80 þúsund fjölskyldur í landinu og írska smjörfjallið hefði því geta nýst á hvert heimili í landinu. Um 60 tonn voru notuð af írska smjörinu í ostagerð fyrir jólin í fyrra. Sögðu forsvarsmenn MS á þeim tíma að vegna aukinnar sölu á rjóma og smjöri hefði þurft að grípa til þessa ráðs að flytja inn erlent smjör til íblöndunar svo ekki yrði skortur á smjöri fyrir jólin. Var írska smjörið notað í rifinn Mozzarella ost og einnig nokkrar tegundir af bræðsluostum. Þetta smjör verður ekki notað til manneldis, heldur mun það fara í gerð kálfafóðurs. Samt sem áður uppfyllti erlenda smjörið allar þær kröfur sem gerðar eru og engan bragðmun mátti finna á íslensku smjöri og því írska. „Þetta smjör er orðið of gamalt til að við getum notað það í innlenda matarframleiðslu. Þannig að við verðum að bregða á það ráð á næstu mánuðum að nota þetta smjör sem íblöndunarefni í kálfafóður, þá er þessari sögu írska smjörsins lokið.“ segir Egill. Mjólkursamsalan hefur verið harðlega gagnrýnd upp á síðkastið. Fyrirtækið er í einokunarstöðu á markaði og stýrir um 99 prósent af öllum markaði með mjólkurafurðir. Lagði Samkeppniseftirlitið 370 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir að fara á svig við 11. grein samkeppnislaga. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Enn eru eftir um 32 tonn af írska smjörinu sem Mjólkursamsalan flutti inn til landsins fyrir jólin í fyrra vegna mögulegs skorts á smjöri. Smjörfjallið er geymt í frystigeymslu á Akureyri og mun fljótlega fara í gerð kálfafóðurs. 90 tonn af smjöri voru flutt inn til landsins fyrir jólin í fyrra í þremur gámum. „Þetta er það sem eftir er af þessu erlenda smjöri, við eigum ekki erlent smjör á lager annars staðar á landinu,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar. Ein pakkning af Smjörva frá MS er 400 grömm að þyngd. Þrír fjórðu hlutar smjörvans er hreint smjör en fjórðungur er óhert vítamínbætt rapsolía. Því hefðu þessar írsku umframbirgðir af smjöri geta nýst í rúmar 106 þúsund pakkningar af Smjörva. Til samanburðar eru um 80 þúsund fjölskyldur í landinu og írska smjörfjallið hefði því geta nýst á hvert heimili í landinu. Um 60 tonn voru notuð af írska smjörinu í ostagerð fyrir jólin í fyrra. Sögðu forsvarsmenn MS á þeim tíma að vegna aukinnar sölu á rjóma og smjöri hefði þurft að grípa til þessa ráðs að flytja inn erlent smjör til íblöndunar svo ekki yrði skortur á smjöri fyrir jólin. Var írska smjörið notað í rifinn Mozzarella ost og einnig nokkrar tegundir af bræðsluostum. Þetta smjör verður ekki notað til manneldis, heldur mun það fara í gerð kálfafóðurs. Samt sem áður uppfyllti erlenda smjörið allar þær kröfur sem gerðar eru og engan bragðmun mátti finna á íslensku smjöri og því írska. „Þetta smjör er orðið of gamalt til að við getum notað það í innlenda matarframleiðslu. Þannig að við verðum að bregða á það ráð á næstu mánuðum að nota þetta smjör sem íblöndunarefni í kálfafóður, þá er þessari sögu írska smjörsins lokið.“ segir Egill. Mjólkursamsalan hefur verið harðlega gagnrýnd upp á síðkastið. Fyrirtækið er í einokunarstöðu á markaði og stýrir um 99 prósent af öllum markaði með mjólkurafurðir. Lagði Samkeppniseftirlitið 370 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir að fara á svig við 11. grein samkeppnislaga.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira